Breiðfirðingur - 01.04.1964, Síða 43
BREIÐFIRÐINGUR
41
kvað um. Þessa fallega hlíð liggur út með Reykjanesinu
að austan. Gegnt henni liggur Borgarland með sérkenni-
legum hraunhólum, stöllum og klettum. Þar er mikið um
huldufólk, og hafa menn þess mörg dæmi, að þar hafi ljós
sézt í gluggum álfanna, er tók að skyggja.
í Barmahlíð hefur aftur á móti aðsetur sitt magnaður
draugur sem Rauðsokka heitir. Er það stúlka á rauðum
sokkum. Ekki veit ég nákvæmlega um aðseturstað hennar
í hlíðinni, enda fækkar þeim mönnum nú óðum sem henni
voru málkunnugir. Þó hitti ég einn, sem hún hafði gletzt
við.
Maðurinn sagði mér söguna sjálfur, og ég hef reynt
hann að því að vera bæði sannorðan og trúverðugan.
Síðasti bær, sem komið er við á, áður en lagt er út
hlíðina, heitir Hyrningsstaðir. Maðurinn kom þar síðla
dags, og var farið að skyggja er hann lagði af stað út
Barmahlíð. Hann kvaðst aldrei hafa lagt verulegan trún-
að á söguna um Rauðsokku, en í sama mund og hann
lagði úr hlaðinu á Hyrningsstöðum, minnist hann skyndi-
lega draugsins. Heldur hann áfram för sinni engu að síður,
en hvernig sem hann fer að, getur hann ekki hrakið frá
sér hugsunina um Rauðsokku. Setur nú að honum ugg
mikinn, en sækir samt út hlíðina. Er hann hefur gengið
drykklanga stund setur að honum ógleði svo mikla, að
engu eirði og þeysti nú úr honum spýju, svo að umhverfð-
ust iðrin og ætluðu upp úr honum lungu sem lifur. Mátti
hann sig vart hræra, svo ómótt var honum eftir. Hætti
hann nú við förina, gekk aftur heim að Hyrningsstöðum
og gisti þar um nóttina. Daginn eftir gekk hann út Barma-
hlíð, og lét Rauðsokka þá ekki á sér kræla. Þótt draugur