Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 44
42
BREIÐFIRÐINGUR
þessi væri svo magnaður við gangandi menn, hefur hann
ekki á bíla leitað, enda fáir draugar lengur svo magnaðir
að það þori. Hitt er algengt, að draugar sitji um að kom-
ast inn í bíla, er menn skilja hurðir þeirra eftir opnar,
meðan þeir víkja sér frá. Einkum hefur þetta komið fyrir
á fjallvegum, eftir að tekið er að skyggja. Eg þekki mann,
sem eitt sinn ók í blóðspreng til Akureyrar með þrjá
drauga aftur í bi'lnum. Þeir laumuðust inn í hann skammt
fyrir ofan Bakkasel. Maðurinn var afskaplega hræddur.
Ég fór sex sinnurn um Barmahlíð en aldrei sá ég eða
varð var við Rauðsokku, enda var ég alltaf í bíl.
Utan við Barmahlíð er bærinn Barmar, sem hlíðin er
við kenrid og þá koma Miðhús.
Það var haustsól og hvasst norðan, er ég gekk þangað
heim. Um nóttina hafði snjóað á hæstu eggjar yfir í Saur-
bænum og norður yfir Vaðalfjöllin var hvítt að sjá á
brúnum. Yfir Miðhúsum gnæfir Miðhúsahyrnan. Svartur.
þverhníptur hamrahnútur. Sérlega ógnþrungin og álútur,
nærri eins og hann ætlaði að steypast fram yfir sig. Samt
liefur hann staðið þarna lengi og gnæft yfir byggðina.
Ekkert fólk hitti ég jafn elskuvert og fágað í fram-
göngu og vel gefið sveitafólk. Kurteisi þess er svo eðlis-
læg og svo hjartanlega ólærð og innileg. Þannig er að
koma að Miðhúsum. Meðan ég dvaldi þar var mér sagt
margt um gamla daga í Reykhólasókn.
Ég var að borða þar hádegismat, þegar ég heyrði á-
lengdar í gamalli konu. Ég komst að því, að þetta er
merkileg kona. Hún er eiginlega ekki af þessum heimi,
heldur heyrir til annarri öld og allt öðrum staðháttum
en nú eru. Ég varð þess brátt vísari, að iðja þessarar konu,