Breiðfirðingur - 01.04.1964, Síða 45
BREIÐFIRÐINGUR
43
sem svo hvellum rómi ræddi mál sín frammi í eldhúsi,
er sú að hreinsa dún bænda við Breiðafjörð.
Hún krefst 100 króna vikulauna fyrir að hreinsa dún-
inn. Venjulega fer hún á fætur sex að ganga sjö á morgn-
ana, og hún gefur sér aldrei tíma til að setjast niður við
að horða, heldur etur mat sinn standandi. Svo mkill er
vinnuákafi hennar, að eftir að hrcinsun dúnsins á hverj-
um bæ er komin nokkuð áleiðis, þýðir ekki að kalla á
hana í mat. Hún ann sér ekki matar fyrir kappi. Á kvöldin
ræður birtan hennar hættutíma. Hún heldur áfram, svo
lengi sem hún sér til að hreinsa. Þessi kona heitir Septem-
borg Gunnlaugsdóttir. Hún á heima í Stykkishólmi. Mig
langaði strax mikið til að hitta hana.
Eftir matinn lagði ég leið mína til hennar út í fjárhús-
in, þar sem hún var að dúnhreinsuninni. Þetta er gömul
kona. Lítil vexti, dökk á brún og brá, fölleit og hraðmælt.
Hún liefur bundið fyrir öll vit, því að það er mikið ryk
í dúninum. Þarna situr hún á reiðingsstafla. Handahreyf-
ingar hennar eru sérkennilega hraðar og hrifsandi.
Ég man ekki lengur, hvernig ég ávarpaði hana, en hún
var létt í máli og sagði hispurslaust og eðlilega: — Og vertu
velkominn í sveitina.
— Þú ert að hreinsa dúninn ,segi ég eins álappalega
og menn gera, þegar þeir hafa ekki komizt að efninu.
— Já, segir hún — ég er að hreinsa undir kröfsun. Svo
bið ég hana að segja mér, hvernig dúnn sé hreinsaður.
— Stundum er hann blautur, þegar hann kemur úr hreiðr-
unum. Þá þarf að þurrka hann fyrst. Hann er breiddur
svona á plötu eða eitthvað. Já, já, það eru farnar þrjár