Breiðfirðingur - 01.04.1964, Side 47
BREIÐFIRÐINGUR
45
og sex sentimetra breið spýta, sporöskjulaga til endanna.
Gegnum hana er tveggja sentimetra rifa að endilöngu, svo
að tréð um þessa sporöskjulaga rifu er um tvo sentímetra
á breidd allt um kring.
■— Svona er krafsað, segir gamla konan, þegar hún
kemur aftur. Nú reisir hún grindina skáhalt upp við milli-
gerð í fjárhúsinu. Hún grípur dúninn, vefur honum um
fantinn, og krafsar síðan með dúninum þannig vöfðum
um fantinn á strengina.
— Sjáðu, svona, þegar hann er heitur, þá fer allt rusl
úr honum. Það er ekkert að marka að sjá það núna. En
ég fer svona að því. Sumir halda öðruvísi á fantinum en
ég. En ég held alltaf svona, þá kemur maður í veg fyrir
að nokkuð hrynji.
Nú brosi ég bara, sem algjör þiggjandi í þessurn fræð-
um, því að raunar er kúnst þessarar iðju slík, að ég myndi
aldrei láta mér detta í hug að leggja mínar klaufsku
hendur þar að.
— Hann hreinsast hetur svona en í vélunum, segi
ég svo.
— Já, dettur þér það í hug. Það eru alltaf að koma
hréfin. Fólkið veit þetta. Það vill heldur handhreinsaðan
dún. Þegar ég var á Stað komu mörg bréf. Ég hef ekki trú
á þessum vélum. Nú eru þeir búnir að fá vél á Skarði.
Svo spyr ég, hvort hún hafi stundað þetta lengi.
— Ja, — bara tvö ár hér í sveitinni, en ég var áður
búin að vera lengi á Skarðströndinni. Og í eyjunum var
ég lengi. Ég reri þar.
— Ha, jæja, segi ég.
— Hvar ertu fædd? segi ég svo.