Breiðfirðingur - 01.04.1964, Síða 48
46
BREIÐFIRÐINGUR
— í Bjarneyjum í Breiðafirði. Þær eru komnar í eyði
Eg reri þar frá fermingu til ég var tuttugu og fjögurra.
Fyrst á sumrin á flyðru. Ég var fyrst hjá Sveinbirni Gests-
syni. Hann var voða mikill aflamaður. Svo var ég líka
á haustvertíðinni. Þá voru það allar sortir. Þorskur, flyðra,
langa, skata, steinbítur og alls konar fiskur.
— Svo reri ég hjá manninum mínum. Nú kemur ofur-
lítið stolt í þessa annars hlutlausu rödd.
— Jæja, hver var hann?
— Hann hét Júlíus Júlíusson. Við kynntumst í róðri,
og nú brosir hún.
Mér detta í hug Breiðafjarðareyjar í kvöldsól og Skor
og Snæfellsjökull sem vígsluvottar að þeirri ást, sem
kviknar á sjónum.
— Svo hætti ég að róa, þegar ég giftist. Við bjuggum
tíu ár í Bjarneyjum. Svo dó hann úr lungnabólgu.
Svo segir hún mér, að önnur af tveimur dætrum hafi
dáið, en hin húi í Hólminum.
— Þeir hafa gaman af að sjá mig hreinsa, segir hún
nú. Það er alltaf verið að koma með skólana.
— Það kom einu sinni prófessor með marga stúdenta.
Víst einir níu. Hann var ósköp laglegur maður prófessor-
inn. Hann kallaði þetta alltaf að hrifsa. Hann gat aldrei
lært það. Ég sagði honum, að það héti að krafsa. Það var
alveg sama. Já, já, og nú hló gamla konan dátt.
-—- Hefirðu aldrei komið í Hólminn? segir hún nú.
Ég játa, að þann stað hafi ég aldrei augum litið.
— Það er alltaf að koma þangað fólkið. Þessir fínu
herrar og dömurnar. Það er ósköp að sjá, hvernig þær
<eru klæddar sumar. Þarna eru þær í næfurþunnum sokk-