Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 50
Á Breiðafirði liggja þaraverðmæti
fyrir tugi milljóna
VerSa unnin úr honum 4 dýrmœt efni?
Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum hefur
Jarðhitadeild Raforkumálaskrifstofunnar með höndum
rannsóknir á þara, með tilliti til þess að hægt er að vinna
úr honum ýms mjög dýrmæt efni. Um s.l. mánaðamót konm
þeir Sigurður Hallsson, annar efnafræðinganna sem hafa
rannsóknir á hendi, og Jóhannes Briem, úr 13 daga rann-
sóknarleiðangri á Breiðafirði. Var leiðangurinn farinn í
þeim tilgangi að athuga öflunarmöguleika þarans, sem ná
þarf úti á 4—10 m. dýpi, og reyna hvcrt þar til ætluð tæki
væru nothæf við íslenzkar aðstæður og hver þeirra reyndust
bezt.
Til fararinnar var leigður 18 tonna bátur, Konráð frá
Flatey, skipstjóri Reynir Vigfússon og vélamaður Rafn
Olafsson. Miðin voru undir Skálanesi og fram af Reykja-
nesi. Tækin tvö, sem reynd voru við öflun þarans, eru tvær
einfaldar klær af mismunandi stærð, sem dregnar eru á
eftir bátnum með mismunandi hraða og mismunandi tog-
halla og svo nokkurs konar sleði með hníf til að skera
þarann. Hann er byggður upp úr tækjum, sem próf. Þor-
björn Sigurgeirsson lét smíða til tilrauna við Álftanes.
Kom í ljós að einföldu klærnar reyndust betur. Erlendis