Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 53
BREIÐFIRÐINGUR
51
mætu efni, og mundi hann sennilega ljúka þurrkunartil-
raunum í haust. Þegar búið yrði að fullathuga þurrkunar-
aðferðina, yrði hægt að snúa sér að rannsóknum á heppi-
legustu aðferðinni til framleiðslu á þessum efnum með til-
liti til íslenzkra aðstæðna og verður væntanlega farið út
í þær rannsóknir á næsta vetri. Alginssýru og hin efnin
yrði að framleiða við stóra útflutningshöfn, vegna nauð-
synlegs innflutnings á efnivöru, svo sem sóda o.fl. og
brennisteinssýru til framleiðslunnar þyrfti að framleiða
hér á landi.
Yfir 30 þörungarsýnishorn.
Að lokum spurðum við þá Sigurð og Jóhannes um rann-
sóknarferðina sjálfa. Kváðust þeir hafa fengið gott veður
og bátverjar verið einstaklega hjálplegir við rannsóknirnar.
Mest fékkst af Hrossaþara og Beltisþara og voru hrossa-
þaraplönturnar stórar, allt upp í 5 m. langar og blðö þeirra
um meter á breidd.
I frístundunum, sem ekki voru margar, safnaði Sigurður
Þörungasýnishornum og hafði með sér heim yfir 30 teg-
undir, sem hann segir að ekki sé nema brot af því sem
þarna er. Jóhannes safnaði aðallega steinasýnishornum.
Þeir létu mikið af þeirri gestrisni og fyrirgreiðslu, sem
þeir fengu á eyjunum og í landi. Þeir fengu t.d. aðgang
að verkstæði hjá Aðalsteini bátasmið í Hvallátrum, sem
hjálpaði þeim við viðgerðir og endurbætur á sleðanum,
og það gerði Lárus í Króksfjarðarnesi einnig. „Annars
kom ekkert merkilegt fyrir, við töpuðum að vísu sleðanum
einu sinni og leki kom að bátnum,“ sögðu þeir. „En bát-
urinn er mesta happa fleyta að sögn skipstjórans. Þetta er