Breiðfirðingur - 01.04.1964, Qupperneq 58
56
BREIÐFIRÐINGUR
sá hann fjölda fólks á ferð og flugi. — Allt var það prúð-
búið, en virtist eiga mjög annríkt. Hann leit inn í sam-
komu -og veizlusalinn. Þar var söngur og dans, glaumur
og gleði, en langflestir voru þó á ferð út og inn um dyrn-
ar. Þá leit hann inn í verksmiðjur og verkstæði. Þar var
cnginn maður, en aðeins vélar, sem unnu mannlaust. Þá
sá hann inn í skrifstofur. Þar var heldur enginn — aðeins
ritandi og reiknandi vélar. Þá skoðaði hann tilrauna- og
vísindastöðvar — þar voru fáir menn, og aðeins einn, sem
stjórnaði öllum vélum borgarinnar. Þá gekk hann upp í
einn útsýnisturninn og leit yfir hinn fagra fjörð. Og sem
hann stóð þar, sá hann konu eina mikla og glæsilega,
standa á ströndinni hinum megin. — Hún var í bláuin
kyrtli og með hvítan fald á höfði, en gullspöng um ennið.
Konan rétti út hendurnar, og sagði svo hátt að allir borgar-
búar máttu heyra. „Börn! Hafið þið gleymt móður ykkar
og föðurnum himneska?“ — Og er konan hafði mælt þetta,
hvarf hún sýnum. Blái kyrtillinn blandaðist blámóðu
fjallanna, og hvíti faldurinn samlagaðist jöklunum. Að-
eins gylta ennisspöngin varð eins og sólroðinn fjallstindur,
sem hvarf bak við þokubakka. — En ungi maðurinn vakn-
aði, og hugsaði um hvað sýn þessi myndi tákna.
Ég legg ekki dóm á draumsýnir — ekki heldur þessa —
en vil aðeins benda á að öll ættum við að muna vel eftir
4. boðorðinu — þessu: „Heiðra föður þinn og móður,
svo að þér vegni vel, og þú verðir langlífur í landinu, sem
drottinn guð þinn gefur þér.“
Feður okkar og mæður hafa lagt grundvöll þekkingar
og reynslu langrar ævi, að framtíðinni, og ofan á þann
grunn er bezt að byggja, en ekki rífa hann niður. Þess