Breiðfirðingur - 01.04.1964, Side 59
BREIÐFIRÐINGUR
57
vegna þurfum við líka að taka höndum saman og standa
vörð um öll þjóðleg verðmæti, sem geta orðið okkur til
vaxtar og gæfu. Við skulum vernda „ástkæra ylhýra móður-
fnálið, sem er allri rödd fegra“, — og ekki skemma það
nieð ljótum orðum eða útlendum slettum. Við verðum að
athuga að móðurmálið er einn sterkasti hlekkurinn, sem
tengir okkur saman.
Við þurfum líka að hugsa um sögu þjóðarinnar. Eng-
inn efast um það, að höfðingjar Sturlungaaldarinnar voru
svo góðir íslendingar, að þeir vildu alls ekki selja landið
í hendur Noregskonungi — en þeir voru eigingjarnir og
sundurlyndir — og drógu fólkið með sér í flokka. Þess
vegna urðu varnir þeirra veikar út á við. — Það má ekki
aftur koma fyrir. — Við megum gjarnan minnast þess, sem
einhver sagði um lýðveldishátíðina á Þingvöllum 1944:
j,að hókstaflega talað, stóð fólkið svo þétt saman, að það
varð ekki vart við vonda veðrið.“ Það var einhuga í því
að halda hátíð vegna tilefnis hennar, og með samhug og
hlýju fylkti það sér undir fánana íslenzku, -— merki þjóð-
annnar, sem okkur öllum þykir vænt um.
Og þannig á það líka að vera. — Með bróðurkærleik og
þökk til þess sem gaf okkur föðurlandið og móðurmálið,
eigum við að fylkja okkur fast um öll þau málefni sem
Islandi geta orðið til heilla. Með þá von í hrjósti -— bið
ég Guð að blessa landið og þjóðina.
Kristjana V. Hannesdóttir.