Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 60
„Búíræðingur” í Múlasveit
Um og eftir síðustu aldamót var mikill framfarahugur
og andlegur eldmóður til mennta og frama í lítilli af-
skekktri sveit í miðri Barðastrandarsýslu.
Þessi hreppur heitir Múlasveit, kennd við eitt af hin-
um fornu stórbýlum og höfðingjasetrum Breiðafjarðar,
Skálmarnes-Múla.
Þær jarðir í þessu byggðarlagi, sem ekki njóta sjávar-
gagns eða hlunninda eru yfirleitt harðbýlar og kostarýrar,
ef frá er talin kjarnmikil sumarbeit í smádölum inn af
litlu fjörðunum, sem mynda eins og M -— á korti íslands
þarna í norð-austurhorni Breiðafjarðar. En þessi skrýtilega
M-lögun fjalla og fjarða á þessu svæði er stundum hið
eina, sem flestir vita um þessa byggð, þótt ekki segi það
meira í sjálfu sér, en þegar sagt er að Italía sé eins og
stígvél.
Nú er þessi sveit að fara í eyði, og í hlíðum fallegu smá-
dalanna með sitt angandi birkikjarr og ilmreyrskúfa, sína
fossandi smálæki og gnæfandi brúnir, leika sér æ færri
lömb með hverju vori sem líður.
Og nesin sem teygðu langfingraðar tröllshendur í tröll-
tryggð sinni og gestrisni móti þansigldu fleyi hvítra
segla, sem að landi bar, heyra nú hvorki áraglamm né
hófadyn framar, heldur yggla svartar augnatóttar dáinna