Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 61
BREIÐFIRÐINGUR
59
gljúfurgilja móti dyn flugvéla, sem bæra strengi tinda og
skarða með þeytispjöldum hreyfla sinna. Aðeins spurul
augu flugfarþega og rútubílstjóra líta þá sumardýrð og
þann vetrarfrið, sem einu sinni var umhverfis stritandi
og starfandi fólk, sem átti þarna sína björtu bernsku,
sínar fögru vonir, en líka sín vonbrigði, sorgir og sár, sína
vonlausu örmagnan gagnvart dauða og sjúkleika, slysum
og harðrétti óblíðra vetra.
Og síðasta kynslóðin stórhuga og sterk byggði sér ný-
tískuhús í stað stafnþiljabæjanna, breytti karganum og mýr-
unum, sem staðizt höfðu átök aldanna án bifunar, í tún
og brosandi sléttur, lét vindinn flytja sér rafljós og yl.
En ekkert viðnám dugði. Straumurinn „suður“ varð ekki
stöðvaður, burt, burt, en hver veit ,,hvurt?“ eins og gamla
fólkið sagði.
Nú hvíla þau þarna í vanhirtum reiti hinna látnu, en
opin vindaugu nýju yfirgefnu steinhúsanna stara og ein-
blína dauð og köld yfir mosann, sem með hverju ári leggur
undir sig meira af fallega túninu og teygir sig loksins
alla leið heim í hljóðan varpann, sem bíður eftir snert-
ingu lítilla ilja, hlátrum lítilla barna, sem einu sinni léku
sér þar léttum fólum og tíndu fífla og sóleyjar í festi
handa mömmu, og sungu: „Vorið er komið.“ „Sú tíð er
löngu liðin, liðið er söngsins vor.“ En sú hugð, sem byggði
bæinn, ræktaði túnið og ruddi burt grjótniu, sú bæring
og hræring hjartans, sem elskaði þetta land, fórnaði auk-
inni fegurð þess og nytsemi ævi sinni og kröftum án allra
kröfu má ekki týnast né gleymast úr lífssögu og lífsstarfi
þjóðar.
Hvar var uppsprettulind þeirra hugsjóna, sem urðu að