Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 62
60
BREIÐFIRÐINGUR
veruleika í smáfjörðum og útnesjum þessarar afskekktu
byggðar, áður en ósigur auðnar og eyðingar snerti hana
ískaldri hönd?
Hver kveikti áhugann fyrir ræktun, þar sem erfiðast var
að rækta? Hver tendraði ljóðást, ljósást og átthagaást þessa
fólks, sem nú hvílir undir hæstu fjallshlíð höfðingjaseturs-
ins á Múla, en þá voru léttfætt börn, sem hoppuðu um
hlíðar og móa? Hver kenndi því að meta mennt hugans og
gaf því gleðina yfir dagsbrún hins nýja tíma, bjarma
þeirrar aldar sem mundi veita sigur og eyðingu í senn?
Það var „búfræðingurinn,“ kennarinn ungi, skáldið,
söngvarinn, dansarinn, sem veitti nýjum straumum nýs
tíma inn í forngripasafn þessarar afskekktustu sveitar allra
sveita í bóndabeygjunni milli hálsa og heiða við hafnlaus-
ar strendur nema fyrir smábáta. Þarna átti hann sínar
björtustu vonir, sína ást, sína baráttu og sigra, en þá kvöl
og sorg, sem knúði hann á flótta til fjarlægrar heimsálfu,
burt frá syni og vinum til að deyja þar einn og óþekktur
— gleymdur og grafinn í mold annarlegra stranda.
Eða var það kannske það sem hann vildi helzt úr því
sem komið var?
Þetta var Sæmundur Bjarnason, búfræðingur, en svo
var hann alltaf nefndur að nafnbót af nemendum sínum,
bændum og húsfreyjum í Múlasveit á fyrstu áratugum 20.
aldar. Og nafn hans var alltaf nefnt með virðingu og
varkárni líkt og snert sé við helgum dómi á altari hins
liðna, altari þess leyndardóms, sem allir elska og dá, en
enginn skilur.
Ég sá hann aldrei. Hann flúði landið og fór til Ameríku
10 árum áður en ég fæddist. En samt finnst mér, að ör-