Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 66
64
BREIÐFIRÐINGUR
þetta svo oft,“ var svarið. Og sama mátti lieyra, ef spurt
var: Hver kenndi þér að dansa alla þessa dansa og öll
danslögin við ræla, polka, skottisa, valsa og meira að
segja dansa með útlendum nöfnum, sem voru alltaf nefndir
svo fljótt og feimnislega, að við höfðum það aldrei eftir:
T.d. „Madame Schiöth“ og Lotte is död“. Áhuginn fyrir
dansi var ekki mikill hjá okkur krökkunum þá. En helzt
vildi mamma kenna okkur þessi dansspor í vetrargöngu-
ferðum um fölvuð svell, og þá sagði hún að sporin yrðu
svo falleg eins og laufaflúr, og þannig gætum við skrif-
að sönginn á svellin með fótunum. „Þetta sagði hann Sæ-
mundur Björnsson,“ bætti hún svo við brosandi. Og þá
vissum við, að það hlaut að vera hin mesta speki. Og svo
sagði hún okkur líka, hvernig hann hefði talað um leik
tunglsgeislanna á hjarninu og stjörnulog sem speglast í
glæru íssins á vogunum. Þannig sveif andi þessa búfræð-
ings yfir heyskap sumarsins með flekkjum á Sæmundar-
flöt, yfir ræktun vorannanna og skemmtiferðum vetrar-
ins. Og þá má ekki síður hugsa sér, hver álirif hans voru
á fræðslu og uppeldi okkar að vetrinum.
Þar nutu þau pabbi og mamma alls, sem hann hafði
kennt þeim, og þannig mun það hafa verið á flestum hæj-
um í sveitinni okkar, Alls staðar voru nemendur hans að
verki við uppeldið. Og aldrei fórum við í neinn annan
skóla frá okkar bæ, þangað til ég fór í annan bekk Kenn-
araskólans kominn um tvítugt, en hafði þó fyrst verið
dálítinn tíma við nám í einkaskóla í Flatey.
Það voru því notadrjúg þau frækorn fræðslu og menn-
ingar, sem þessi búfræðingur og kennari sveitarinnar hafði
sáð. Það var sönn menntun anda og handar, sem hefur