Breiðfirðingur - 01.04.1964, Qupperneq 67
BREIÐFIRÐINGUR
65
fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hio komandi líf kynslóð-
anna.
Og kannske var þó mest vert um það skilyrðislausa
guðstraust, sem hann virtist hafa innrætt nemendum sín-
um, ásamt frelsi í hugsun og hljóðlátri lotningu fyrir fvrir
íegurð og tign tilverunnar í smáu og stóru, en kreddur
og fordómar virtust svo undrafjarri, þegar vitnað var til
hans, en það var oft og einatt gjört í ýmsum ágreinings-
atriðum hins daglega lífs, ekki sízt þegar talað var um
trúmál og heimspeki, en það var oftar gert en ætla mætti,
þar eð daglega, jafnvel að sumrinu, var mikið lesið af
alls konar bókum. En það var eitt af kenningum Sæmundar
húfræðings að enginn yrði menntaður í skólum, heldur af
því að lesa sem mest í góðum bókum. Og lesbækur nem-
enda hans voru: Biblían, Þjóðsögurnar, Islendingasögur og
Þúsund og ein nótt. Og fósturforeldrar mínir, sem bæði
voru nemendur hans notuðu sömu bækur handa okkur.
Og ljóð hans lifðu á vörum fólksins, voru sungin eða
andvörpuð í sumarblíðum og vetrarhríðum, brúðkaupsljóð
og dánarstef, en þó oftar þau síðarnefndu. Þau urðu sann-
gróin hugmvndum okkar um gleði og sorg, gæfu og ógæfu,
og þau undarlegu hugtök sem nefnd eru forlög og örlög,
þau fengu svo dularfullan blæ, þegar sungið var:
„Það var um kvöld, hinn vetur sama þó
ég vafinn harmi laut að nábeð þínum,
að sorgartárum harður dauðinn hló,
og hót ei sinnti bænarorðum mínum.“
Og samt var það um haustið, sem þau höfðu kropið
að altari Guðs. „Og aldrei hef ég séð fallegri brúði en