Breiðfirðingur - 01.04.1964, Side 70
68
BREIÐFIRÐIN GUR
spori opnaðist hurðin. Gudda var horfin úr göngunum.
Fundinum var lokið. Við lögðum af stað heim. Gamla
konan fékk það, sem hún vildi í þetta sinn, og það var
áreiðanlega Sæmundi að þakka. Svona var hann,“ sagði
Magnús.
Og enn fann ég yl af sömu aðdáun og lotningu í rödd
hans, eins og ég svo oft hafði fundið í orðum mömmu
minnar, en hann sagði mér söguna í fyrra, og þá var þetta
atvik honum enn í fersku minni eftir 70 ár.
Sæmundur Bjarnason, búfræðingur var fæddur að
Klúku í Miðdal í Strandasýslu 14. sept. 1862 og var því
aldarafmæli hans í fyrra. Foreldrar hans voru hjónin
Helga Sakaríasdóttir og Björn Björnsson, sem var for-
söngvari í Tröllatungukirkju um langt skeið, bókbindari,
hann var hagyrðingur, ritaði dagbækur og var góður
skrifari.
Þau hjón Björn og Helga, en húri var frá Heydalsá,
eignuðust 17 börn, en ekki komust nema nokkur þeirra
til fullorðinsára.
Sæmundur lærði hjá Torfa í Ólafsdal, og stundaði síðan
harnakennslu á veturna, en jarðabætur haust og vor. Hann
dvaldi lengst í Flatey og síðan í Múlasveit, eftir að hann
kom til Breiðafjarðar.
En aldamótaárið flutti hann til Vesturheims og eftir það
fréttist lítið af honum. Þó mun hann hafa setzt að vestur
á Kyrrahafsströnd, og síðasta ljóðið sem borizt hefur frá
honum er ort í ferðalagi þangað vestur og er á þessa leið:
„Nú eimfákur leggur í langferð á ný
á leiðina að Kyrrahafsströndum.
J