Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 71
BREIÐFIRÐINGUR
69
Sól skín í heiði það sést ekkert ský.
Sveipast allt ljósgeislaböndum.“
Þetta erindi birtist í Lögbergi undirritað Sæm. Björnsson.
Hvernig honum hefur vegnað þar vita engir með vissu
og mun sú gáta seint verða ráðin, hvað varð um búfræð-
inginn, kennarann og skáldið úr Múlasveit í glaumi heims-
borganna. En er ekki leynd og dul skáldinu bezt?
Hér verða prentuð nokkur ljóð Sæmundar Bjarnarson-
ar og bréf.
Lýsa þau honum betur en öll orð annarra. Fyrsta ljóðið
er ástarkvæði ort í Flatey, líklega til Sigríðar Sigurðardótt-
ur frá Hólsbúð.
Tvö þau næstu eru hans eigin brúðkaupsljóð og dánar-
kveðja til Ingibjargar Guðmundsdóttur, ljósmóður á Múla.
En tvö þau síðustu brúðkaupsljóð til vina hans í Múla-
sveit.
Bréfin eru öll til Björns Björnssonar bróður Sæmundar,
en hann bjó lengi á Hríshóli í Reykhólasveit.
Eyrardal 1. febr. 1866.
Elskulegi bróðir!
Guð farsæli sjerhvert þitt ófarið æfi spor.
Þar eð ferðin fellur svo viss þá get jeg ekki leitt hjá mjer
að senda þjer línur. Ekki til að ausa út frjettum, þær eru
engar til, nema að mjer líður vel (fyrir Guðs náð). Jeg
skrifaði þjer í vor, eptir að jeg kom að Eyri, en hvort þú
hefir fengið það með skilum veit jeg ekki, en mjer leiðist
að fá aldrei frá þjer línu.