Breiðfirðingur - 01.04.1964, Qupperneq 72
70
BREIÐFIRÐINGUR
Jeg hef lifað rósömu og tilbreytingalitlu lífi, síðan jeg
kom hjer vestur. Fólk er mjer hið besta og sýnir mjer
sóma langt fram yfir verðugleika. Nýlega hef jeg fengið
hrjef frá pabba og Grími að norðan og segja þeir engin
tíðindi, nema harðindi í meira lagi. Jeg er hjer í Alptafirði
til páska, að kenna, en hvar jeg verð í sumar get jeg ekki
sagt. Líka hef ég stofnað dálítið söngfélag, og er tilsögnin
einungis á sunnudögum, vissan tíma á dag. Jeg gjörði það
lyrir bón, því ekki er jeg lærður í söng eins og þú veist,
en gamalt orðtæki segir: „Nota flest í nauðum skal.“
Jeg vildi helst fá vinnu í sumar einhverstaðar fyrir
sunnan. Þeir vilja hafa mig hjer í Súðavíkurhreppi, en sök-
um efnaskorts er vandsjeð að þeir geti endurgoldið vinnu-
launin. Svo eru hjer alstaðar ónýtir hestar, og allopt magrir
undan vetri.
Fréttir hef jeg engar að segja, svo er tíminn naumur,
þar eð mennirnir frá Sandeyri eru á förum. Allt er líkt og
vanalegt. Engin fæðist enginn deyr, allt í rjettum skorðum.
Náttúran eins margbreytt og vanalega á vetrartímanum.
Fjöll og dalir, lautir og hæðir hulið frostbólgnum fanna-
hjúpi, umspennt helfjötrum norðanvindanna, sem ei er við
að búast að leystir verði fyren vorsólin rennur upp undan
hinum silfurtypptu fjallatindum, og sendir ylgeisla sína nið-
ur á fósturjörð vora, og veitir öllu sem lifir, yndi og
ánægju, og endurhresst fjör. íklæðir náttúruna blómskrúða
sumarsins og veitir næringu jurtum og jarðargróða.
Mjer hálfleiðist að við geetum aldrei fundist og talast
við. Það eru hjer engir sem jeg hef samræður við, nema dag-
inn og veginn, eins og gengur. Þar er allt hið umliðna er
orðið líkt og reykur eða þoka, sem svífur til og frá, fyrir