Breiðfirðingur - 01.04.1964, Side 73
BREIÐFIRÐINGUR
71
sjónum sálarinnar, og færir með sjer enclurminningu hinna
margbreyttu tilfella æskunnar og skilur hana eptir innst í
hugskotinu, hvaðan hún, eptir stundarbið reikar aptur, og
vendir þangað sem uppspretta hvers hlutar streymir frá.
Jeg er nú ekki aðmasa þetta lengur Jeg er efnislaus, og
hlýt þess vegna eitthvað að segja til að fylla blaðið með
ómerkilegri endaleysu. Jeg hef ekkert farið síðan jeg kom
vestur, nema eitthvað þrisvar út á ísafjörð. Það er ekki
ómögulegt að jeg fari norður í vor snögga ferð, en um það
get jeg ekki sagt með vissu, fyren jeg veit hvar jeg flækist
í sumar. — Fyrirgefðu kæri bróðir, og vertu ætíð Guðs
góðu handleiðslu fallinn fyrr og síðar. Þinn einl. br.
S. Bjarnarson
★
Flatey 25. jan. 1892.
Kæri bróðir!
Alúðar heilsan.
Af því ferðin fellur, þá rispa jeg þjer fáeinar línur án
þess að efni sje fyrir höndum, og því síður nægur tími til
að hugsa um einhverja botnleysu, eins og mjer er lagið.
Mjer líður vel. Og kann fullt eins vel við mig hjer eins
og í Stöðinni.
Jeg skal geta þess, sem frjetta, að í vetur var stofnað
hjer blað fyrir tilhlutan okkar Samúels Eggertssonar. Blað-
ið heitir „Flateyingur“ og er jeg ritstjóri þess. Það kemur
út ekki sjaldnar en tvisvar í mánuði, og optar þegar eitt-
hvað safnast af ritgjörðum.
Jeg var nærri búinn að gleyma þakka þjer fyrir tilskrifið
í haust, en um leið ætla jeg að biðja þig að forláta send-