Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 74
72
BREIBFXRÐINGUR
inguna, því jeg gat ekki látið það vera meira. í haust voru
þvínær ófáanlegar kartöflur hjer, því vöxlurinn var svo
lítill í sumar.
Jeg ætla að biðja þig að leiðbeina brjefinu til hans
pabba, ef það skyldi koma til þín. Jeg bið nú forláts, því
tíminn er ekki til spanderingar eins og stendur, enda getur
þú sjeð á skriftinni að maðurinn hefir verið að flýta sjer.
Guð geymi þig ætíð. Þinn bróðir
Sæm. Bjarnarson.
★
Flatey 14. nóv. 1893.
Kæri bróðir!
Haf bestu þakkir fyrir brjef þitt, hvar innlagt brjef frá
pabba og Jóhanni bróður ásamt með korti og mynd af
honum, þótti mjer mjög vænt um að heyra vellíðan hans.
Nú er hann orðinn undir maskínumeistari og lætur vel yfir
sjer. Hann er á gufuskipi frá Noregi, sem er 700 tons og
hefir 130 hesta afl. Hann lætur vel yfir sér. Hann ferðast
á milli Vadö í Noregi og Hamborgar í Þýskalandi, en
skipið er frá Flaugasundi, og þangað á að senda brjef til
hans. Jeg ímynda mjer að hann hafi skrifað pabba, og þá
getur þú fengið hjá honum utanáskrift Jóhanns, ef þig
langar til að skrifa honum. Jeg er eins og þú sjerð að
flýta mjer, því tíminn er naumur. Hver veit nema náttúran
verði nú svo miskunsöm við Helga að lofa honum að kom-
ast hjeðan á morgun þó ólíklegt sje.
Fyrirgefðu og skilaðu heilsun til konu þinnar.
Þinn einl. bróður
Sæm. Bjarnarson.