Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 75
BREIÐFIRÐINGUR
73
P.S. Ef brjefið til pabba kemur til þín þá leiðbeindu
því.
S. B.
★
Firði 10. nóvember 1896.
Kæri bróðir!
Um leið og jeg árna þjer og þínum allrar hugsanlegrar
bamingju, þá kann jeg þjer bestu þökk fyrir brjef þitt, og
mætti þjer finnast því seint svarað. En þó er betra seint
en aldrei. En.jeg horfi fram á að það verður af vanefnum
gJÖrt, því ekki er margt til að tína, er með frjettum megi
teljast.
nðin mun hafa verið svipuð þar syðra sem hjer í haust;
þykjast menn eigi muna slíkt, svo snemma á tíma. Vand-
ræði lítur út fyrir hjá allflestum með eldivið, því honum
var ónáð þá er hret hófust. Hey sumstaðar hrakin og rýr.
Skepnur gjörsamlega ónýtar til skurðar. Heilbrigði hjer
almennt.
Sjálfum mjer viðvíkjandi er fátt að segja. Jeg var við
jarðabætur í sumar, og annar með mjer, Jón Finnbogason,
hann útskrifaðist frá Ólafsdal í vor. Jeg fór norður á ísa-
fjörð í sumar með fleirum hjeðan nokkurskonar „lystitúr“.
Fór með „Litla Ásgeiri“ frá Arngerðareyri, þá hálflangaði
tnig til að skreppa fram að Skjaldfönn, því Guðrún systir er
tvívegis búin að biðja mig að koma, en þá gat jeg það
ekki, en í haust getur tæpast heitið að verið hafi ferðafært
yfir fjallvegi. Svo hef jeg alltaf nóg að gjöra. Jeg tók nú
til kennslustarfsins nokkru fyrir veturnætur, og sit þar við
til sumarmála.