Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 80
78
BREIÐFIRÐINGUR
— Hann er ótryggur sjórinn. — Ekki hef jeg lesið þetta
í öðrum blöðum en „Fjallkonunni“, en það hygg jeg að
riægja muni — því miður. — Að vísu hygg jeg að eng-
inn, eða fáir af okkur ættmennum hans hefðum átt eptir
að sjá hann, eða dvelja samtímis honum hjer megin graf-
ar, úr því hann tók þessa stöðu sjer fyrir æfistarf, en
ávalt er það gleðiefni að vita sína lífs og heila. En hjer
er við djarfan að deila. Það er svo margt í hinni alvísu
stjórn, er oss er eigi unnt að skilja. Það virðist undarlegt
þá er hraustir, ungir og atorkusamir æskumenn hverfa á
sínum beztu blómaárum, en gráhærð og örvasa öldurmenni
eru eptirskilin, þráand idauðann, sem þyrstur maður svala-
drykk. Já, undarlegt er það, en við trúum þó að slík stjórn
miði á einhvern hátt til góðs.
Af mjer er ekkert að segja nema all góða líðan. Jeg er
við kennslu eins og vant er, og verð til sumarmála.
Jeg skrifa ekki pabba núna af því jeg veit ekki hvort
hann hefir sjón til að lesa. Og eins vil jeg ekki eiginlega
segja honum þetta um skiptapann, fyr en jeg veit með
vissu hvort það er satt. En ef þú færir norður, þá máske
þú gætir þess eins og hjer stendur.
Gaman að fá línu aptur.
Líði þjer ætíð sem best fær beðið þinn einl. bróðir.
Sæm. Bjarnarson.
Geturðu haft ráð með að borga fyrir mig til frú Elisa-
betar í Bæ 3 kr. og 20 aura sem allra fyrst, af því jeg
hef ekki peninga til sem stendur, en á að borga blaðið
ísland fyrir fram. Láttu mig vita það með næstu ferð.
★