Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 82
80
BREIÐFIRÐINGUR
þeirrar fylkingar. Á milli spilaði jeg á harmoniku. Fyrir
hjónaskál söng jeg vísur þær sem jeg nú sendi þjer að
gamni mínu.
Já, jeg varð að gjöra þær sjálfur því hjer er enginn
hagyrðingur.
Jeg var að óska með sjálfum mjer að eitthvað af ætt-
fólki mínu hefði verið komið. En það varð ekki. Jeg hef
fengið gott hlutskipti. Kona mín er yfirselukona hjer í
sveitinni, komin fyrir þremur árum. Af góðu fólki, væn
og vel að sjer, hefir lært í Reykjavík.
Við höfum eina stofu í Timhurhúsinu, rúmgóða og
hjarta. Jeg verð á 4 bæjum í vetur að kenna, og er nú bú-
inn að kenna 3 vikur. Hjer á Múla kenni jeg ekki fyrri
en eptir hátíðirnar. —
Jeg skrifa pabha núna og sendi honum vísur þessar líka
þó hann geti ekki sjálfur lesið þær, þá hefir hann alltaf
gaman af kveðskap. Gaman væri að fá línu einhverntíma
við tækifæri. — Frjettir eru engar hjeðan nema vellíðan.
Þú getur nú svo sem nærri að jeg er sjerlega ánægður.
Jeg spyr þig nú eins og hróðir minn. Ertu svo góður
smiður að þú getir smíðað fyrir mig sykurtöng. Mjer þætti
mjög vænt um ef þú gætir það. Og vænst af öllu ef það
gæti orðið fyrir jól. Hún þyrfti ekki að vera neitt stór.
Jeg ímynda mjer að Sumarliði hjeldi á henni fyrir lítið
ef til kæmi. En ef þú einhverra hluta vegna átt bágt með
það, þá hugsaðu ekki um það. Allra síst að fara að fá
hana hjá öðrum. Jeg veit líka að þú hefir ekki afgangs
tíma.
Jeg lield þú hafir litla skemmtun af öllu þessu rugli, og