Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 86
84
BREIÐFIRÐINGUR
Firði 17. marz 1899.
Kæri bróðir!
Kæra þökk fyrir þitt góða og langa brjef, sem að þessu
sinni verður ekki svarað eins og vera bæri.
Það er ekkert að frjetta héðan síðan jeg skrifaði síð-
ast, enda voru það nú allmiklar frjettir. Jeg reyni að vísu
að gjöra mig svo rólegan með mín núverandi kjör, sem
framast er unnt. En þó get jeg ekki að því gjört að hug-
urinn dvelur optast við sama efnið. Á daginn reyni jeg
að sökkva mjer niður í kennslustörfin, sem mest, til að
dreifa hinum dimmu skýjum ögn til hliðar. Jeg hef líka
nóg að gjöra eins og vant er. Börnin eru 10 sem jeg hef
til kennslu. Því hjer er gott kennslupláss, og eru því börn
tekin að. Og hjer eru mörg börn, því Einar er fjölskyldu-
maður, á sjálfur níu börn, og hefir fyrir gömlum foreldr-
um að sjá. — Furða hvað hann getur fótlama.
Það er eini tíminn sem ég hef til að lesa mjer til skemmt-
unar, það er þegar jeg er háttaður, og vaki jeg opt fram
á miðja nótt. Jeg hef til skamms tíma átt örðugt með svefn.
Enda var komin óregla á svefn minn í vetur, því frá því
fyrir jól og þar til kona mín sál. andaðist var jeg einn
hjá henni að nóttunni og hlaut þá opt að vaka næturnar
út, og kenna á daginn. Og verða svo fyrir þessu sorgar-
áfalli á eptir. Hann hefur orðið mjer þungur þessi bless-
aður vetur. Og mun jeg lengi bera menjar hans.
Mjer getur ei dulist hve sorgin er sár
og söknuður hjerverutíða.
Jeg fæ opt ei að gjört þó falli mjer tár;
mjer finnst þá svo ervitt að stríða.