Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 89
BREIÐFIRÐINGUR
87
Já, víst er mál að lyfta hug til hæða
á helgri, sælli gleði og vonar stund.
Vér bergjum enn á bikar lífsins gæða,
ég hið því alla: Fjörgið hressið lund.
En hann er sífellt sorg og gleði ræður,
og saman tengir böndin kærleikans,
hann vill því að vér búum eins og bræður,
en bezt er æ að stunda vilja hans.
Við, sem nú okkar ást og tryggðir bundum
og yður teljum gesti vora í kvöld.
Vér óskum þess á yðar lífsins stundum
að yður sveipi hamingjunnar tjöld.
Vér vitum og að allir er hér sitja,
og okkur heiðra návist sinni með,
af hjarta okkur heillaóskir flytja,
sú hugsun einnig kætir okkar geð.
Þig, æðstur hilmir uppheimsdýrðarsala,
af alhug hið eg farsæl okkar ráð.
Lát fótspor vor um feril jarðardala
af fögrum unaðsblómum verða stráð.
0, gef oss æ að ganga á þínum vegi.
1 gleði og sorg þú blessir okkar hag.
Svo þegar hallar hinzta ævi degi
að hljóta mættum dýrðlegt sólarlag.