Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 98
96
I5REIÐFIRÐINGUR
Ljúfustu stundir Lárusar voru, þegar hann gat setzt vift
hljóðfærið og leikið og sungið uppáhaldslögin sín. Kannske
náði þá langspilið hans gamla að óma skærast í samhljómi
við hans eigin hjartastrengi. Þegar hann greip í það söng
hann lágum, hlýjum rómi og lét hugann dreyma um unað
og fegurð, að sögn þeirra, sem þekktu hann bezt.
Frá langspifinu hvarf hann oft til skáldgyðjunnar og
undi þar ekki síður. Tónninn í skáldskap hans er alltaf
þýður og friðandi. Fáir eru göfgari í skáldskap sínum en
hann, þar er ekkert gróm.
Lítt hélt hann ljóðum sínum fram, og taldi sig ef til
vill ekki með skáldunum, en langspilið hans á samt undur-
fíngerða og fallega tóna bæði í gleði og sorg og ekki er þar
neitt ógöfugt né óhreint. Óðsnillingarnir Matthías Joch. og
Stephan G. Stephansson minnast hans báðir látins sem
eins af óskabörnum óðs og gígju.
Þessir menn fundu, hve ungi Breiðfirðingurinn, skáldið
frá Stórholti var trúr sínu innsta eðli, sinni helgustu þrá,
að efla söng og lífsgleði líkt og fuglar vorsins, sem lofa
Guð og sólskinið nær ósjálfrátt.
Sr. Lárus Thorarensen var ekki síður ástsæll prestur en
kennari, og prófessor Richard Beck segir söfnuði hans
vestra eiga um hann margar fagrar minningar.
En sjálfur segir sr. Lárus frá veru sinni vestan hafs á
þessa leið í bréfi, sem er ritað 22. marz 1911.
„Mér líður ágætlega. Söfnuðir mínir vilja allt fyrir mig
gjöra, svo að mér líði sem bezt. Hef nú fimm söfnuði í
allt og auk þess sunnudagaskóla.
Vorið er nú að breiða geislavængi sína hér yfir allan
himininn. Og bráðum fara laufin að gægjast út á öspinni