Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 103
MINNING
Hinn 18. janúar 1962 andaðist á Landspítalanum í
Reykjavík Guðbrandur Sigurðsson bóndi og hreppstjóri á
Svelgsá í Helgafellssveit.
Hann var jarðsettur að Helgafelli 27. s.m. að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Guðbrandur á Svelgsá (en svo var hann jafnan nefndur)
var fæddur á Svelgsá 9. nóvember 1872, og hefði því orð-
ið 90 ára á þessu ári.
Foreldrar hans voru Sigurður bóndi á Svelgsá Guð-
mundsson Magnússonar bónda á Þingvöllum hér í sveit,
og kona hans Ingibjörg Guðbrandsdóttir bónda á Hálsi í
Eyrarsveit, Brandssonar bónda í Sólheimatungu. En kona
Guðbrandar á Hálsi, amma Guðbrandar á Svelgsá var Ing-
veldur Egilsdóttir bónda á Hálsi, Egilssonar í Gröf í Eyr-
arsveit, Egilssonar ríka á Vatni í Haukadal. Kona Egils í
Gröf var Þorbjörg Jónsdóttir Jónssonar Auðunssonar á
Melum í Hrútafirði.
Að Guðbrandi á Svelgsá stóðu því hið næsta bændaættir
um Snæfellsnes og Dali.
Guðbrandur ólst upp á Svelgsá hjá foreldrum sínum,
og var snemma kvaddur til starfa, bæði til sjós og lands,
því ekki var auður í búi hjá foreldrum hans fremur en
annarra barnmargra foreldra á þeim tímum, en systkini
Guðbrandar voru átta, er komust til fullorðins ára, svo