Breiðfirðingur - 01.04.1964, Blaðsíða 104
102
BREIÐFIRÐINGUR
barnahópurinn var stór, sem sjá þurfti farborða, svo ekki
veitti af að sem flestar hendur væru að verki.
Guðbrandur lá heldur ekki á liði sínu, og var snemma
mesta hamhleypa til allra verka, þó sérstaklega væri til
þess tekið hversu mikill sláttumaður hann var.
Guðbrandur hóf búskap að Svelgsá, að foreldrum sín-
um látnum árið 1907, en hafði staðið fyrir búi móður
sinnar, frá láti föður síns árið 1902, það má því telja að
hann hafi búið á Svelgsá óslitið í 60 ár, og mun svo löng
búskapartíð vera fágæt.
Guðbrandur var strax mikill áhugamaður um búskap,
og sérstaklega um jarðrækt, hann gekk á sínum fyrstu bú-
skaparárum í Búnaðarfélag Helgafellssveitar, og var þar
strax virkur félagi. Hann var oftast formaður félagsins
frá 1905—1920, og endurskoðandi reikninga félagsins
óslitið frá 1921 til 1955, og starfandi félagsmaður til
æviloka, og hafði þá verið í félaginu samfleytt 57 ár.
Guðbrandur var meðal þeirra, er fyrst hófu jarðrækt
hér í sveit, og stóð þar í fremstu röð allt til æviloka, enda
mun óðalið hans lengi bera því vitni hve ötullega hann
gekk að ræktunarstörfum.
Guðbrandur á Svelgsá var í tölu öndvegis bænda og
hefur sýnt svo ekki verður umdeilt, að íslenzkur landbún-
aður var, ef rétt var á haldið, sá atvinnuvegur sem fær
var um að brauðfæða og þroska þá sem við hann unnu,
og þannig bókstaflega sanna að „hver sem í gæfu og gengi
vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa.“
Þó segja megi að búskapurinn væri aðalstarf Guðbrands,
og ekki væri slegið slöku við hann, voru þó mörg önnur
störf, sem hann innti af hendi bæði fyrir sveit sína og;