Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 110
Ársskýrsla Breiðfirðingafél. 1962
Félagið hefur starfað með mj,ög líkum hætti og ávallt
undanfarið.
Haldnir hafa verið 6 almennir skemmtifundir, sem hafa
oftast verið spilakvöld og dans. Auk þess vetrarfagnaður,
þorrablót og sumarfagnaður, ásamt jólatréskemmtun og
samkomudegi aldraðra Breiðfirðinga.
Stjórnarfundir voru 12 á árinu, og auðvitað margir og
margskonar nefndarfundir, sem ekki eru taldir á skýrslum.
Breiðfirðingur er löngu fullprentaður, en hefur ekki enn
unnizt tími til að safna auglýsingum og koma honum út
tíl kaupenda, en vonandi verður það alveg á næstunni.
Mun verða gjörð nánar grein fyrir 'nonum síðar af fram-
kvæmdastjóra hans.
Utvarpskvöld var á síðastliðnu voru og helgað Staðarfells-
skólanum, en það hefur verið eitt af áhugamálum fél. á
þessu ári að efla hann til starfa svo sem unnt væri. Og
það hefur tekizt vonum fremur. Verðlaunum hefur verið
heitið til námsmeyja á komandi vori, þeirra er forstöðu-
kona teldi hafa unnið afrek í námi við skólann.
Ennfremur hefur nú verið hafizt handa um ritun bóka,
sem nefna mætti sögu eða sögurit Breiðafjarðar. Hefur
Bergsveinn Skúlason frá Skáleyjum lokið við myndarlegt
handrit um atvinnuhætti við Breiðafjörð, og er nú í athug-