Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 111
BREIÐFIRÐINGUR
109
un að semja við prentsmiðju um væntanlega útgáfu þess.
Hefur nefnd manna yfirfarið handritið og lokið á það
lofsorði. En höfundur mun fáanlegur til framhaldandi
starfa.
Þá hefur mikið verið unnið að því, að félagið fengi nú
til íullrar eignar og umráða land það, sem því var gefið
fyrir nokkrum árum í nánd við Hveragerði, en skjöl þar
að lútandi höfðu týnzt eða gleymzt, en eru nú fundin og
niun frá þessu gengið með opinberri yfirlýsingu og fullu
afsali í hendur stjórnar Breiðfirðingafélagsins á komandi
vori.
Nokkuð hefur og verið unnið að myndasöfnun einkum í
sambandi við hið mikla rit Dalamenn sem sr. Jón Guðna-
son hefur skrifað og út kom á árinu. Var útgáfa þess
styrkt eftir föngum og nefnd valin honum til stuðnings frá
féiaginu.
A síðastliðnu vori var enn unnið að söfnun fyrir Björg-
unarskútusjóð Breiðafjarðar.
Enn má og benda á það, að félaginu er nauðsyn, að
hafa alltaf eitthvað nýtt á prjónum viðvíkjandi menningu
og framförum heima og heiman miðað við átthagana. Þar
var söfnunin til Björgunarskútunnar verðugt viðfangsefni.
Og nú gæti það verið útgáfustarfsemin, sem er að hefjast.
En eitt verkefni bíður stöðugt frá ári til árs án átaka, en
það er byggðasafn Breiðafjarðar. Þar getur félagið unnið
stórvirki, ef það hazlar sér völl til heppilegrar aðstöðu.
Ennfremur væri ástæða til að breyta um samkomuhald
og skemmtanir. Hafa þær færri og stærri. Svo eru húsnæðis-
mál félagsins og húseign aðkallandi vandamál, sem leysa
þarf hið bráðasta til betri vegar.