Breiðfirðingur - 01.04.1964, Page 112
110
BREIÐFIRÐINGUR
Aukið samstarf við önnur átthagafélög borgarinnar gæti
verið mikils virði og til aukinna hagsbóta og mennin-
ar o.s.frv.
Ferð var engin farin og mun þar mestu hafa valdið, að
formaður ferðanefndar var veikur mestan hluta vors og
fram yfir mitt sumar.
Mér er það fullljóst, að hér má gera betur á öllum svið-
um, en samt finnst mér, að flestir sýni góðan vilja og
fúsleika til hins bezta, en allt sem gjört er í svona stórurn
og formbundnum félagsskap er dálítið seinvirkt og þungt
í framkvæmd.
En samt er mikið og margt hægt með góðum fjárhag og
hagsýni, framkvæmdahug en þó góðri gát.
Fjárhagur félagsins mun teljast góður, og mun það koma
betur í'ljós við skýrslu féhirðis.
Hinar ýmsu deildir hafa starfað vel, einkum Bridge-
deild og tafldeild og munu formenn þeirra gera grein fyr-
ir þeim störfum. En sérstakar þakkir ber að flytja konum
þeim, sem unnið hafa að veitingum á degi aldraðra fólks-
ins og nefndinni við jólatrésfagnaðinn.
Annars þakka ég öllu samstarfsfólkinu bæði í stjórn-
inni og utan hennar fyrir margar glaðar og góðar stundir,
og hlakka til að mega vera með, hvort sem verður í stjórn
eða utan hennar á komandi starfsári. Breiðfirðingafélagið
lifi lengi og starfi til menningar átthögum sínum.