Breiðfirðingur - 01.04.1985, Blaðsíða 9
Elsa E. Guðjónsson
... „slitur úr eldgömlu
húss-tjaldi66. . .
Árið 1978 ritaði Elsa E. Guðjónsson, deildarstjóri við Textfldeild Þjóðminjasafns íslands,
eftirfarandi grein með sýningu í safninu á tveimur af fjórum hlutum refilsins frá Hvammi í
Dölum. Er refillinn í eigu Þjóðminjasafns Dana í Kaupmannahöfn, en bútarnir tveir voru
léðir hingað til lands um óákveðinn tíma. Eru þeir enn til sýnis í Þjóðminjasafni íslands.
íslenskur útsaumur á miðöldum
íslensk útsaumsverk sem varðveist hafa frá miðöldum eru
ekki ýkjamörg. Að því er næst verður komist eru þau um tutt-
ugu talsins, og er eingöngu um kirkjugripi að ræða. Þótt talan
sé ekki há, eru þetta furðu margir gripir þegar borið er saman
við miðaldaútsaum annars staðar á Norðurlöndum. Ef til vill
stafar varðveisla þeirra af því að ekki var eyðilagt eins mikið
af kaþólskum kirkjugripum hér á landi eins og til dæmis í Dan-
mörku á siðaskiptatímabilinu. En þó gegnir furðu að léleg
geymsluskilyrði um aldaraðir, svo sem raki og músaát, skyldu
ekki vega þar upp á móti og vel það.
íslenski útsaumurinn frá miðöldum ber með sér að hann-
yrðir hafi þá þegar náð sérstæðri þróun hér á landi. Uppdrættir
eru um margt skyldir lýsingum handritanna, svo og annarri
myndlist eins og til dæmis útskurði og málmgrefti, enda hafa
listamenn þeirra tíma eflaust haft hönd í bagga með fyrir-
myndir eða uppdrætti að meiriháttar útsaumsklæðum. Dæmi
eru þó einnig um að fyrirmyndir hafi verið sóttar, beint eða
óbeint, í erlendar prentaðar guðsorðabækur frá lokum mið-
alda, svo sem Brevarium Nidrosiense (París 1519).
Ýmsar saumgerðir má sjá í íslenskum miðaldaútsaumi, svo
sem glit og sprang, gamla krosssauminn (fléttusaum), varp-
legg og fleira. Algengastur er þó refilsaumur, en hann er að