Breiðfirðingur - 01.04.1985, Qupperneq 10
8
BREIÐFIRÐINGUR
finna á ellefu hinna varðveittu muna, tíu altarisklæðum og
einu veggtjaldi.
Hannyrðakonur
Fátt er vitað um íslenskar hannyrðakonur á miðöldum. Gera
verður ráð fyrir að nunnurnar í Kirkjubæjar- og Reynistað-
arklaustri hafi ekki síður en klaustursystur erlendis verið iðnar
við að sauma, og er reyndar til heimild um reflagerð nunnanna
í Kirkjubæjarklaustri fyrir Vilchin Skálholtsbiskup um alda-
mótin 1400, er hann lét „gera í Kirkjubæ, og lagði sjálfur allan
kostnað til, sæmilega refla kringum alla stórstofuna (í Skál-
holti), svo engir voru fyrir jafnreisugir, og gaf þá kirkjunni.“
Má af þessu marka að nunnurnar í Kirkjubæ hafa þá þótt
miklar hagleikskonur. Pá munu frá fyrstu tíð hafa verið
saumað kirkjuklæði á biskupssetrunum báðum. Hvað Hóla-
stóli viðvíkur er þessa sérstaklega getið í sögu Jóns biskups Ög-
mundssonar, fyrsta biskups þar, er uppi var á öndverðri 12.
öld. Er alkunn frásögnin af „hreinferðugri júngfrú“ Ingunni,
er var í „fræðinæmi" á Hólum. Var hún sögð vel að sér í bók-
listum, kenndi „grammaticam“ og rétti auk þess latínubækur
„svá at hon lét lesa fyrir sér, en hon sjálf saumaði, tefldi eða
vann aðrar hannyrðir með heilagra manna sögum, kynnandi
mönnum guðs dýrð eigi at eins með orðum munnnáms, heldr
ok með verkum handanna.“ Einnig er til próventubréf Helgu
Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar biskups, frá árinu
1526, þar sem meðal annars segir að biskup Jón hafi mælt svo
fyrir að Helga „skyldi sauma heilagri Hóladómkirkju á hverju
ári til tíu aura meðan hún væri til fær.“ Víðar hafa konur
stundað hannyrðir, því að auk þessa er til próventusamningur
frá Munkaþverárklaustri frá árunum 1489-1490 þar sem konu
var gert að sauma eitt áklæði ár hvert.
Kynjadýr frá Hvammi
Svo sem áður er fram komið, er um helmingur íslenskra út-
saumsverka frá miðöldum unninn með refilsaumi, meðal