Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 11
BREIÐFIRÐINGUR
9
1. mynd. Tvcir stærri hlutar veggtjalds, refds, frá Hvammi í Dölum. Það er í Þjóðminja-
safni Dana. Nationalmuseet, í Kaupmannahöfn (CLII, 1819). Tjaldið var sent utan 1819
af Geir biskupi Vídalín að ósk dönsku fornleifanefndarinnar. Stærðir: um 65x80 og
65x225 cm. Eftir Ijósmynd frá Nationalmuseet, Kaupmannahöfn.
2.mynd. Tveir minni hlutar veggtjalds, refils, frá Hvammi í Dölum, í eigu Þjóðminja-
safns Dana í Kaupmannahöfn (CLII.1819). Stærðir: um 34x36 og 30x23 cm. Bútar
þessir eru til sýnis í Þjóðminjasafni íslands, léðir þangað árið 1978 frá Þjóðminjasafni
Dana um óákveðinn tíma. Eftir Ijósmynd frá Kristjáni Erni Elíassyni.
þeirra veggtjald eða refill frá Hvammskirkju í Dölum, hinn
svonefndi Hvammsrefill. Raunar er aðeins um leifar að ræða,
fjóra búta misstóra. Eru þeir í eigu Þjóðminjasafns Dana,
Nationalmuseet (CLII, 1819), þangað sendir af Geir biskupi
Vídalín árið 1819 að ósk dönsku fornleifanefndarinnar
(1. og 2. mynd).
Tjaldaleifarnar fann séra Jón Gíslason, prófastur í