Breiðfirðingur - 01.04.1985, Side 13
BREIÐFIRÐINGUR
11
„eitt tjald gamalt,“ og 1656 er til „eitt tjald. . . en vantar svo
mikið sem það er ekki um kirkjuna," eins og segir í vísitasí-
unni. Að öllum líkindum er þetta sama tjaldið og nefnt er með
gömlum saumi 1675, og vera má, þar sem það er sagt gamalt
þegar 1639, að það sé eitt af tjöldunum sem í kirkjunni voru
um 1570. Hvort þau kunna að vera þau sömu og þar voru um
miðja 14. öld, skal hins vegar ósagt látið.
Á tjaldleifunum eru, sem fyrr segir, myndir af kynjadýrum
í stórum hringlaga reitum, og tengjast umgerðir reitanna með
litlum hringum. Neðan til á stærri hlutunum tveimur er enn
fremur bekkur úr minni hálfhringlaga reitum, en laufaviðar-
vafningur, nú talsvert skaddaður, ofan til. Milli reitanna eru
auk þess greinar og blaðaskraut. Sjö sæmilega heillegir hring-
reitir hafa varðveist og hlutar af tveimur. Þrjú dýranna í
þessum reitum líkjast ljónum, eitt einhyrningi, eitt hirti ogeitt
svokölluðum grip (griffon), þ. e. vængjuðu ljóni. Dýrið í staka
reitnum verður ekki greint með nafni og ekki heldur dýr þau
er einungis sjást smáhlutar af. Þá eru dýrin í bogamynduðu
reitunum að neðanverðu einnig næsta torkennileg; flest líkjast
þau einna helst ljónum, en á einu er þó mannshöfuð.
Tjaldið er úr svörtum gisnum ullartvisti (togtvisti) með jafa-
vend, og er þráðaþétta um 9,5 cm í uppistöðu og 8 í ívafi.
Grunnurinn er þakinn ísaumi úr ljósmóleitu ullarbandi, senni-
lega hvítu í upphafi, en útlínur eru lagðar. Heldur er tjaldið
illa farið og verður ekki sagt um stærð þess í upphafi. Aðal-
hlutarnir tveir eru ósamstæðir, um 65 cm á breidd (hæð) og um
80 og 225 cm á lengd. Á styttri hlutanum vinstra megin er
endabrún. Auk þess virðist neðri brúnin þar yst til vinstri vera
frágengin, og má því vera að breiddin (hæðin) sé nálægt því
sem var upprunalega, því að lítið virðist vanta af laufaviðnum
ofan til þar sem hann er heillegastur. Minni bútarnir tveir (þeir
sem til sýnis eru í Þjóðminjasafni íslands) eru um 34x36 og
30x23 cm að stærð. Þeir eru greinilega samstæðir, en ekki virð-
ist hægt að tengja þá við stóru bútana. Vantar því bæði inn í
refilinn og af enda hans hægra megin, enda segir séra Jón í
fyrrgreindu bréfi, að í einum hringreitnum sé mynd af sundur-