Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 15
BREIÐFIRÐINGUR
13
þýsku frá fyrri hluta 15. aldar. Hvað stóru dýramyndunum á
reflinum viðvíkur, hafa ekki fundist beinar hliðstæður við
þær. Sums staðar má þó í íslenskum útskurði og handritalýs-
ingum frá seinni hluta 14. aldar og fram á 17. öld sjá myndir af
dýrum, sem svipar til þeirra, og sama máli gegnir raunar einn-
ig um kynjadýrin í bogmynduðu reitunum. Einkum virðist í
lýsingum handrits frá áttunda tug 16. aldar, AM 342 fol., mega
sjá skyldleika við nokkur smáatriði í uppdrætti refilsins, en
ekki þó svo að óyggjandi sé.
Hvammsrefillinn hefur að jafnaði verið talinn frá um 1300
eða 14. öldinni, en ekkert er því til fyrirstöðu að hann sé all-
miklu yngri, jafnvel frá 16. öld, enda þótt munstur og saum-
gerð eigi sér eldri rætur.
Rit eftir sama höfund
aðallega um íslenskan miðaldaútsaum ogsér í lagi um refilsaum
1961. “A study to Determine the Place of Iclandic Mediaeval Couched
Embroideries in European Needlework." The University of Washing-
ton, Seattle, Washington. [Óprentuð M. A. -ritgerð.]
1973, “íslenzk útsaumsheiti og útsaumsgerðir á miðöldum," Árbók hins
íslenzka fornleifafélags 1972. Reykjavík. Bls. 131-151.
1974. “Islenskur refilsaumur." [Óprentuð ritgerð.j
1974. “ íslenskur miöaldaútsaumur. Refilsaumur.'1 Húsfreyjan, 25: 3: 23-
27,45.
1975. “Saumakver. íslenskar útsaumsgerðir," Húsfreyjan, 26: 2: 19-30,
kápumynd. [ Sérprentað sem bæklingur.]
1976. “Fáein orð um íslenskan útsaum." Reykjavík. [ Birt sem handrit.
2. útg. 1980.]
1979. “Skyldleiki erlendra prentmynda við nokkrar íslenskar helgimynd-
ir,“ Gripla, III. Stofnun Árna Magnússonar á íslandi. Rit 18. Reykjavík.
Bls. 71-84.
1980. “Hannyrðir Helgu Sigurðardóttur?“ Árbók hins íslenska fornleifa-
félags 1979. Reykjavík. BIs. 85-94.