Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 18
16
BREIÐFIRÐINGUR
sögur af sérkennilegu fólki sem bjó að Keflavíkurbæ um þær
mundir og hafði að jöfnu lifað lífinu með huldufólkinu í
hamrabeltinu fyrir ofan bæinn.
í 4. bindi ævisögu sinnar skýrir svo Árni prófastur frá því að
á hverju ári hafi honum verið goldnar „6 vættir af freðfiski af
jörðinni Keflavík undir Jökli“.
í Hrafnistubréfi 1981 segir Sigurjón Kristjánsson skipstjóri,
sem nú býr að Hrafnistu, frá róðri úr Keflavík og brimlend-
ingu þar um 1920. Karvel Ögmundsson útgerðarmaður segir í
öðru bindi ævisögu sinnar, Sjómannsævi, 1982, frá atviki sem
skeði árið 1918, þegar hann og fleiri voru hætt komnir í
Keflavíkurlendingu og frá frækilegri björgun í því sambandi.
Formannavísur þriggja höfunda um formenn í Keflavík á
árunum 1901 og 1908, hefi ég í fórum mínum. í þeim kemur
fram að 6 til 8 bátar hafa róið úr þessari verstöð á vertíðum, 50
til 70 manns hafa því stundað þaðan sjóróðra á hverri vertíð og
þannig mun það trúlega hafa verið um langan aldur. Þar er
þessi vísa:
Keflavíkur-formenn fá
fiskað oft til muna,
þeir sem láta um löginn blá
lægis-jóa bruna.
í Keflavík hefur því oft verið margt um manninn og menn
víða að komnir. Ekki er ólíklegt að átt sé við þessa Keflavík í
hinu æðruleysislega orðatiltæki sem menn hafa gripið til þegar
málin snérust á annan veg en gert var ráð fyrir: Mig gildir einu
í hvorri Keflavíkinni ég ræ.
II.
í febrúarmánuði árið 1909 varð slys við lendingu í Keflavík og
fórust þar 9 menn. Móðir mín Sigurlaug Cýrusdóttir var rétt
innan við þrítugt þegar þetta skeði. Á einu flýtisferðalagi árið
1959, þegar 50 ár voru liðin frá atburðinum, talaði hún fyrir
mig inn á segulband frásögn þá sem hér fer á eftir.