Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 23

Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 23
BREIÐFIRÐINGUR 21 Það var því verið að reyna að benda þeim að snúa frá, en ég sá að Elímundur sem var á undan, þrjóskaðist við, honum finnst auðsjáanlega að ekki sé ástæða til að snúa frá. Það var ekki fyrr en Sigurður Jónatansson stökk upp á umflotinn stein, tók þar ofan höfuðfatið og gerði krossmark fyrir framan sig, að honum skildist að eitthvað mundi vera að í lendingunni, þá fyrst snéri hann frá. Þegar Olgeir sá það gerði hann slíkt hið sama og þeir lentu báðir úti á Sandi. Þar biðu þeirra hinar sorglegu fréttir um afdrif vina þeirra og félaga. Það er erfitt að lýsa þeim áhrifum sem þetta sorglega slys hafði á fólk, þarna drukknuðu níu menn, flestir þeirra á besta aldri. Þetta slys gerðist svo snögglega, kom svo óvænt og þetta gerðist ekki í slæmu veðri, það hafði oft verið róið í verra veðri en þessu, en það var vestan alda og norðan vindur, en þá voru oft snöggir hnútar og mikið útsog, en það stóð vel á sjó. Þar sem lendingin er þrengst reið alda undir bátinn að framan og kastaði honum upp á Höfuðið stærsta klettinn í lendingunni, vinstra megin þegar siglt er inn. Skutur bátsins' seig niður og honum hvolfdi svo ofan af klettinum, þeim megin sem snéri frá landi, allir mennirnir lentu í sjónum og út- sogið hreif þá með sér og færði þá í kaf. Einn maður náði taki á bátnum og komst á kjöl en það var Loftur formaður. Þær skipshafnir sem lentar voru á undan Lofti, hlupu nú frarn flúðirnar og köstuðu færi með bóli á til Lofts og það var talið að hann hefði átt að geta náð til þess, en hann skeytti því ekki og nokkru seinna skolaði honum af kilinum og hann hvarf í djúpið á eftir mönnum sínum. Þannig kom bókstaflega fram draumur mannsins míns nóttina áður, að öðru leyti en því að hann var sjálfur víðs fjarri og horfði ekki á það sem gerðist. Það var hryggilegt að horfa á þetta slys. Þrátt fyrir þessar hættulegu lendingar voru slysin tíðari þannig að skip fengu snögglega á sig slæm veður, fengu á sig sjóa undir línu eða á siglingu og færust þannig, en þá urðu þeir sem í landi voru ekki ætíð til þess að horfa upp á það. Allt kvöldið og nóttina eftir var gengið um fjöruna og leitað að líkum þeirra sem fórust og um kvöldið höfðu fimm mann-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.