Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 23
BREIÐFIRÐINGUR
21
Það var því verið að reyna að benda þeim að snúa frá, en ég
sá að Elímundur sem var á undan, þrjóskaðist við, honum
finnst auðsjáanlega að ekki sé ástæða til að snúa frá. Það var
ekki fyrr en Sigurður Jónatansson stökk upp á umflotinn stein,
tók þar ofan höfuðfatið og gerði krossmark fyrir framan sig,
að honum skildist að eitthvað mundi vera að í lendingunni, þá
fyrst snéri hann frá. Þegar Olgeir sá það gerði hann slíkt hið
sama og þeir lentu báðir úti á Sandi. Þar biðu þeirra hinar
sorglegu fréttir um afdrif vina þeirra og félaga.
Það er erfitt að lýsa þeim áhrifum sem þetta sorglega slys
hafði á fólk, þarna drukknuðu níu menn, flestir þeirra á besta
aldri. Þetta slys gerðist svo snögglega, kom svo óvænt og þetta
gerðist ekki í slæmu veðri, það hafði oft verið róið í verra veðri
en þessu, en það var vestan alda og norðan vindur, en þá voru
oft snöggir hnútar og mikið útsog, en það stóð vel á sjó.
Þar sem lendingin er þrengst reið alda undir bátinn að
framan og kastaði honum upp á Höfuðið stærsta klettinn í
lendingunni, vinstra megin þegar siglt er inn. Skutur bátsins'
seig niður og honum hvolfdi svo ofan af klettinum, þeim
megin sem snéri frá landi, allir mennirnir lentu í sjónum og út-
sogið hreif þá með sér og færði þá í kaf. Einn maður náði taki
á bátnum og komst á kjöl en það var Loftur formaður.
Þær skipshafnir sem lentar voru á undan Lofti, hlupu nú
frarn flúðirnar og köstuðu færi með bóli á til Lofts og það var
talið að hann hefði átt að geta náð til þess, en hann skeytti því
ekki og nokkru seinna skolaði honum af kilinum og hann hvarf
í djúpið á eftir mönnum sínum. Þannig kom bókstaflega fram
draumur mannsins míns nóttina áður, að öðru leyti en því að
hann var sjálfur víðs fjarri og horfði ekki á það sem gerðist.
Það var hryggilegt að horfa á þetta slys. Þrátt fyrir þessar
hættulegu lendingar voru slysin tíðari þannig að skip fengu
snögglega á sig slæm veður, fengu á sig sjóa undir línu eða á
siglingu og færust þannig, en þá urðu þeir sem í landi voru ekki
ætíð til þess að horfa upp á það.
Allt kvöldið og nóttina eftir var gengið um fjöruna og leitað
að líkum þeirra sem fórust og um kvöldið höfðu fimm mann-