Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 26
24
BREIÐFIRÐINGUR
henni og strauk og gat ekki fengið af mér að hryggja hana með
því að gráta meira. Ef ég fékk mjólk að drekka varð hún einn-
ig að fá mjólk í skálina sína, þegar hún hafði lokið við að lepja
settist hún við að sleikja sig alla. Það var hennar þvottur en þó
þetta væri bara kattarþvottur var hann framkvæmdur af
mikilli list, og alltaf glansaði hún á skrokkinn. Lipur var hún
og liðug er hún stökk upp á rúmið hennar ömmu og hringaði
sig þar niður, og var steinsofnuð með það sama. Ef til vill hefur
hana dreymt um vel heppnaða veiðiferð, farna eða ófarna.
Stundum fór hún burt úr bænum. Lagði hún þá leið sína út
í fjárhús eða hlöðu. Þar stundaði hún sínar veiðar. Stundum
var hún nokkra daga í þessum ferðum. Oft fundust dauðar
mýs hér og þar í húsum og hlöðum eftir hana. Þegar heim kom
var hún vanalega mjög þyrst og dösuð. Lá hún og svaf heilu
dagana á eftir. Það er gaman að minnast Trýnu eins og hún var
í blóma lífsins. Hún var stór og falleg, grábröndótt með dökka
rönd eftir baki og fram á eyrun sem voru ljósgrá. Skottið var
stórt og grábröndótt og gat stækkað um allan helming ef hún
reiddist. Þá átti hún til að setja upp kryppu og reis þá á henni
hvert hár og augun skutu gneistum. Þannig varð hún oft ef
t. d. Valur kom og lapti úr skálinni hennar.
Trýna átti oftast kettlinga einu sinni á ári. Stundum voru
þeir aðeins 2 eða 3, en oft kom fyrir það þeir væru 5 til 6. Oftast
var þeim lógað nema einum. Var þá valinn til lífs sá fallegasti.
Þegar Trýna var komin að því að gjóta, mjálmaði hún hátt
og vék ekki frá ömmu. Skildi gamla konan vel hvað var á seyði,
sótti poka, er hún braut saman kirfilega og setti undir eldavél-
ina. Þangað skreið kisa og þar fæddi hún afkvæmi sín og var
þar með þau öll fyrstu dagana. Þegar ömmu fannst tími til
kominn að fjarlægja eitthvað út hópnum tók hún Trýnu og
einn kettling og lét til fóta í rúm sitt. Síðan hvarf hún með pok-
ann og það sem í honum var, ef til vill hefur hún bætt steini í
pokann, og fleygt honum síðan í vatnið. Þetta gerði hún í kyrr-
þey og lét engan verða varan við. Svona lagað varð að gerast
í sveitinni og mun fáum hafa fundist það ánægjulegt, en þetta