Breiðfirðingur - 01.04.1985, Side 27
BREIÐFIRÐINGUR
25
fylgdi amstri daganna. Alltaf skiptust á skin og skúrir. Trýna
bar sig illa fyrst á eftir, en svo sætti hún sig við kettlinginn sem
eftir var. Hún annaðist hann svo vel að það er mér enn í minni,
slík er móðurástin hjá dýrunum. Þau gera skömm til margri
móðurinni sem ég hefi kynnst síðar á lífsleið minni. Tessir fer-
fættu vinir mínir, Trýna og Valur, voru leikfélagar mínir í
æsku, þau voru einstök tryggðatröll og ákaflega vitur. Oft
fylgdu þau mér bæði um næsta nágrenni er ég fór að sækja
kýrnar. Þegar ég greip kúakeyrið mitt sáu þau það og vissu um
leið hvað til stóð. Komu þau þá bæði með mér og lá þá heldur
vel á þeim. Oft léku þau sér á leiðinni, eltu hvort annað og
flugust á. Þegar ég fór að reka saman kýrnar, kom Valur og
hjálpaði mér. Kýrnar báru virðingu fyrir Val oghlýddu honum
hiklaust. Ef ég var send til næsta bæjar, komu þau oftast bæði
með mér. Ævinlega voru þau á eftir mér, frá bæ, en er ég hélt
heim, hlupu þau á undan mér. Eitt sinn reiddist Trýna alveg
voðalega við Val. Þá átti hún stálpaðan kettling sem var farinn
að hlaupa um allt. Var hann byrjaður að fara smá veiðiferðir
með móður sinni. Eitt sinn kom Trýna heim úr slíkum leið-
angri með stóra kríu er hún hafði náð. Litla kisa hélt í bráðina
með móður sinni. Ekki leyndi sér að stoltar voru báðar yfir
þessari velheppnuðu veiði. Valur lá fram á lappir sínar í
bæjardyrunum er þær ruddust inn. Stendur hann þá upp og fer
að gelta. Verður Trýna þá svo reið, að hún sleppir bráð sinni,
hvæsir hún að Val, en hann urrar á móti. Trýna verður æf af
heift og lætur nú rándýrseðli kynþáttar síns ráða gerðum
sínum. Það er ekki að orðlengja það, þarna flýgur hún á Val
og litla kisa einnig. En þá skeði óhappið. Nú var Valur orðinn
reiður og beit hann kettlinginn í þessum áflogum svo honum
var ekki lífvænt. Aldrei hefi ég séð æðislegri heift í dýri heldur
en Trýnu þegar hún sá hvernig komið var fyrir kettlingnum.
Nú var heimilisfólkið komið á vígvöllinn og batt það nú fljótt
enda á þessar hamfarir. Pabbi tók Val, mamma Trýnu, en
amma fjarlægði dauða kettlinginn.
Við systurnar urðum voðalega hræddar. Hlupum við há-