Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 28
26
BREIÐF1RÐ1NGUR
grátandi út í skemmu til afa. sem var þar að tinda hrífur. Nú
bárum við raunir okkar upp við hann, sögðum honum hvað
hefði komið fyrir.
Afi, sem alltaf var svo rólegur, helt áfram verki sínu, og tal-
aði rólega við okkur eins og hann var vanur að gera, ef eitt-
hvað blés á móti. „Valur hefur verið að stríða Trýnu með því
að fara að gelta að henni, þar sem hún kom stolt af afreksverki
sínu að hafa veitt kríuna.“ „Það kemur sér aldrei vel að
stríða.“ Það var nú afa skoðun, enda sjálfur frábitinn því. Oft
hafði hann bent okkur á að stríðni gæti komið illu til leiðar.
Trýna var lengi annarleg eftir þennan atburð. Val leit hún
heiftaraugum, en hann var mjög skömmustulegur, þegar hann
sá Trýnu, lagði niður rófuna og gekk úr vegi fyrir henni. Það
var augljóst að bæði mundu vel hvað hafði gerst, en hvorugt
gerði minnstu tilraun til að reita hitt til reiði.
Svona eru vitsmunir dýranna. Trýna átti kettlinga eftir
þetta, voru sumir látnir lifa, og urðu þeir fullorðnir kettir. Ég
minnist aldrei að Valur væri þeim óvinsamlegur.
Einn gullfallegan kettling átti Trýna, sem var kallaður
Branda. Nú var það einn dag um sumartíma að þær mæðgur
voru eitthvað úti við, ef til vill á veiðum. Kemur þá Trýna allt
í einu æðandi inn í bæ og ber sig illa. Mjálmar hún ákaft og
gengur í kringum mömmu og mænir á hana eins og hún sé að
biðja hana hjálpar. Mamma skilur strax að eitthvað er að og
fer nú kisa af stað og mamma á eftir. Trýna tekur nú á rás og
fer beina leið norður að fjárhúsum, mjálmar og lítur öðru-
hvoru til mömmu, sem fylgir henni fast eftir. Fjárhúsin stóðu
opin. Fór Trýna rakleitt inn í eina króna og snuðraði þar og
mjálmaði niður í grindurnar. Mömmu grunaði af hátterni kisu
að Branda, kjáninn litli, hefði smokrað sér einhvernveginn
undir grindurnar, en ekki heyrðist neitt í henni, hvernig sem
mamma kallaði: „Branda mín“ eða, „kis, kis.“ Ekkert hljóð
heyrðist. Nú voru góð ráð dýr. Mamma varð að fá hjálp til að
ná upp grindunum. Ég var send af stað að sækja pabba, sem
var að slá niður á engjum. Hann brá fljótt við og kom nú til að
bjarga í þessum vanda, sem við stóðum í með Trýnu.