Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 31
Pétur Konráðsson segirfrá
Úr Grundarfirði
Það var á sl. sumri að undirritaður hitti að máli aldraðan
Grundfirðing, Pétur Konráðsson að nafni. Grundarfjörður er
með yngstu sjávarþorpum landsins. Þar munu nú vera um
700-800 íbúar. Pétur man glöggt eftir þeim tíma, þegar aðeins
voru fá hús á staðnum og íbúar innan við eitt hundrað manns.
í eftirfarandi frásögn ræðir hann um myndun þorpsins en
fyrst segir hann deili á sjálfum sér.
Ég er fæddur á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit 3. apríl 1909 og
þar ólst ég upp til 14 ára aldurs. Foreldrar mínir voru þau
Konráð Jónsson, Jóhannessonar og Guðlaugar Bjarnadóttur,
Jónssonar frá Hraunsfirði, en móðir mín var Elísabet Stefáns-
dóttir, Vigfússonar, Jónssonar Hjaltalíns í Brokey. Pegar ég
var 9 ára gamall andaðist faðir minn. Pá voru við systkinin sex
að tölu, öll á unga aldri.
Ég fór strax eftir ferminguna vestur til Flateyjar. Þar réðist
ég á skútu, sem var á vegum Guðmundar Bergsveinssonar í
Flatey. - Svo réðist það svo að ég var áfram á skútum víðs-
vegar á Vestfjörðum fram að 19 ára aldri. Ég var t. d. hjá Ólafi
Jóhannessyni á Patreksfirði. Þá var ég 16 ára. Ég kvnntist vel
lífi og starfi skútukarlanna ásamt allri almennri sjómennsku.
Frá 19 ára aldri var ég svo á línuveiðurum og togurum.allar
götur til 1945. Var þá fyrir nokkru búinn að gifta mig og fluttur
að Mýrarhúsum. Ég mun hafa stofnað heimili þar 1934. Kona
mín var Jódís Kristín Björnsdóttir, Jónssonar Bergmanns frá
Látravík og Jósefínu Jóhannesdóttur frá Golutröð í Eyrar-
sveit. Við giftum okkur 25. janúar 1936. Við eignuðumst alls
5 börn, sem komust upp, auk fóstursonar, er fórst við Búðir
árið 1980. Kona mín andaðist í desember 1974.