Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 34
32
BREIÐFIRÐINGUR
Nú eru alls 6 stórir bátar gerðir út hér í dag, frá 54 tonnum og
upp í 140 tonn. Trillur munu vera hér 8 talsins. Fjögur fisk-
móttökuhús eru hér í Grundarfirði, sem taka fisk í söltun og
frystingu. Hér er einnig unnin rækja og skel. Grásleppuveiðar
hafa verið stundaðar hér undanfarið og var afli þetta mest 75-
80 tunnur á bát sl. vor. Löngum hefur allt mannlíf hér í Eyrar-
sveit byggst á sjósókn og sjávarafla, enda oft stutt á fengsæl
mið. Hér hafa sjómenn og sjóvíkingar löngum sótt góðan afla
í greipar ægis.
Grundarfjörður er 4 mílur út að vita, en löngu áður en vél-
búin skip komu til sögunnar, var sótt á hin dýpri mið og afla
fleytt að landi. - Ýmsar sagnir þaraðlútandi lifa enn þá hér um
slóðir en þó fennir nú óðum í farnar brautir.
Tvö orðlögð hraustmenni bjuggu um skeið hér í Grundar-
firði. Það voru þeir Bárður í Gröf og Bergur á Hellnafelli. Eitt
sinn sem oftar fóru þeir saman á árabát út á Sand. Var það um
vetur. Voru þeir að sækja sér fisk og slóg. Þegar þeir komu
heim í Grundarfjörð, þá biður Bergur Bárð að lenda við
Hellnafell og láta sitt dót í land, en lét þess getið um leið að
hann kæmi með honum inn að Gröf. Gerði Bárður svo. - Það
voru ekki talin áratogin í þá daga.
Það var líka einu sinni að ekki hafði gefið á sjó í Grundar-
firði um nokkurn tíma. Var þeim Bergi og Bárði vant fiskmet-
is. Þá lögðu þeir upp í göngu alla leið út á Sand, ef þar kynni
að vera aflavon. Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir komu
út eftir. En þá bar svo til að engan fisk var þar að fá að heldur.
Þar höfðu einnig verið ógæftir. Urðu þeir félagar að snúa heim
aftur við svo búið. Um ferðalag þeirra var kveðin vísa þessi:
Skiprúm fengu'ei vítt um völl,
var það leiður fjandi.
Bergur sterki og Bárður tröll
burtu gengu af Sandi.
Búlandið liggur undur býlið Búlandshöfða. Þar nam land
kona sem Sleif hét ogmun landnám hennar hafanáð frálanda-