Breiðfirðingur - 01.04.1985, Side 36
34
BREIÐFIRÐINGUR
Örlygsstöðum í Helgafellssveit. Sú jörð er í eyði nú. Tvö haust
réri ég úr Lárós með Hermanni Hermannssyni frá Lárkoti.
Svo telst mér til að við Björn tengdafaðir minn, höfum róið
saman úr Lárós og frá Látravíkurrifi í 18 ár þ. e. a. s. haust og
vor. Þá var gott að eiga að okkar ágæta nágranna og hjálpar-
hellu, bóndann á Búlandshöfða Ágúst Lárusson, enda var
hann oft með okkur á sjó.
Síðast fórst bátur við Lárós í maí 1897. Þá fórust þar fjórir
menn. Þeir voru þessir: Annar bóndinn í Neðri-Lág, Sigurður
Sigurðsson og var hann formaður, vinnumaður frá hinu býlinu
í Neðri-Lág og ábúandinn á næstu jörð, Króki. Hét hann
Helgi. Sá fjórði var bóndinn frá Mýrarhúsum, Jón Steinsson
Bergmann. Hann var faðir Björns Bergmanns tengdaföður
míns. Sem betur fer hafa ekki orðið slys í Lárós síðan, en það
hvolfdi bát frá Ólafsvík við Víkurrif haustið 1926. Ungur
piltur fórst þar, hann hét Herbert. Líkið rak síðar á Búlands-
höfða.
Guðbrandur, faðir Sigmundar í Akureyjum, bjó á Mýrum í
Eyrarsveit og víðar. Mun hann hafa verið formaður um skeið
og róið frá Búlandinu. Þar eru landamerki milli Fróðárhrepps
og Eyrarsveitar. Þar áttu uppsátur um árabil nokkrir bátar.
Einu sinni að hausti til, þegar Guðbrandur er þarna við
róðra, bar svo við að hann glaðvaknaði mjög snemma að
morgni. Gáir hann til veðurs eins og sjómanna var siður. Sér
hann þá mann á gangi í kringum bátana í vörinni. Þekkti hann
ekki manninn, en taldi hann vera einhvern af formönnunum á
staðnum. Hugsar Guðbrandur að maðurinn sé að huga að
róðri og rís hann úr rekkju. - Allt í einu heyrir Guðbrandur að
maðurinn kveður eftirfarandi vísu:
Sigla tvennir, sigla þrennir,
sigla hver sem búinn er, -
alltaf fennir, enginn nennir
út á sjó að bjarga sér.
Veðri var svo farið að norðaustankaldi var á, gekk á með
éljum og var vel sporrækt af lausamjöll.