Breiðfirðingur - 01.04.1985, Side 45
BREIÐFIRÐINGUR
43
vegginn. Hann var úr torfi en stafnar úr timbri. Pað var mjög
reisulegt heim að líta. Parna úti stóð allt fólkið úr bænum og
fagnaði okkur svona myndarlega. Þarna var húsfreyjan með
tvær dætur sínar og þrjár stúlkur í viðbót. - Allar voru þær
með kolsvart hár. Varð mér starsýnt á þær. Allar dökk-
klæddar en með drifhvítar svuntur. Svo var allt hitt fólkið,
karlmenn, gamalmenni og börn. Þetta fólk bókstaflega um-
vafði mig og alla hina, að mér fannst. Gestrisnin var svo mikil
og einlæg, enda gestakomur sjaldgæfar, og allra síst kvenfólk
og unglingar. Karlmenn voru mest í svona ferðum.
Ég hefi aldrei fyrirhitt annað eins á ævinni, það hefur gróp-
ast í minninguna. Eins og fyrr segir voru sjaldgæfar
gestakomur í eyjunum, en aftur á móti var hátíð í bæ, þegar
svo hittist á eins og í þetta sinn.
Aldrei gleymi ég heldur matnum, sem fram var borinn. Ég
hafði aldrei séð önnur eins ósköp á einu borði. Það er enginn
hægðarleikur að telja það allt upp. - Mér fannst konan aldrei
ætla að hætta að hlaða borðið.
Ég man að þetta var allt íslenskur, heimatilbúinn matur, svo
sem steinbítsriklingur, reyktur rauðmagi, soðnir fuglar og
soðin egg, hvalur soðinn og súr selsvið, pottbrauð, alls konar
heimagert álegg, nýtt smjör o. fl. o. fl. Ég fór strax að reyna að
narta í þetta, þó lystin væri ekki upp á marga fiska.
Þarna vorum við um nóttina í góðu yfirlæti en héldum svo
áfram snentma næsta morgun inn í Rauðseyjar. Stutt var
leiðin þar á milli.1 Þar var mér tekið ósköp hlýlega. Þar var
samt annar blær yfir öllu. Ég veit varla hvernigég á að lýsaþví.
Þar var t. d. stórt timburhús. Mér fannst allt eitthvað
nýstískulegra þar en í Rúfeyjum.
Heimilisfólkið var margt, áreiðanlega um tuttugu manns í
allt. Það voru nú fyrstu viðbrigðin frá sumrinu á undan.
Eyjarnar voru mér kaupstaðarbarninu, strax undraheirnur.
Það var engu líkt. - Fugl, fiskur, selur, o. fl. o. fl., allt iðandi
af lífi, á sjó oglandi. Breiðafjarðareyjarnar voru yndislegar og
engu öðru líkar.
Það þurfti ekki þá að fara nema nokkra faðma út fyrir