Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 51
BREIÐFIRÐINGUR
49
Líf mannsins er eins og bók, sem hann skrifar sjálfur með
lífi sínu. Sumir skrifa langar sögur, aðrir skrifa stuttar sögur.
Við látum atburðina renna hægt eða hratt á segulbandi
minninganna, þegar við hugsum um þessa liðnu daga.
Ég fann í gömlu blaði undurfagurt ljóð, sem ég var svo
hrifin af, að ég ætla að leyfa mér að láta það fljóta hér með.
Það fjallar um eyjarnar mínar, eyjar æsku minnar.
Svefneyjar út þig seiddu.
Sólin af himni var,
en dillandi stjörnur og dularfullt tungl
dönsuðu uppi þar.
Sjónhending fram á sundið,
svanhvítur bátur rann,
með útskorið stýri og ísaumað segl
og ástfanginn draumamann.
Svefneyja til þú sigldir,
sjórinn var spegilgler,
og dillandi stjörnur og dularfullt tungl,
dönsuðu fyrir þér.
Eilífðarbáran undan
eyjunum birgði sig,
en fallega stúlkan þín fagnandi beið
í fjörunni og kyssti þig.
Svefneyjar út þig seiddu.
Sólin af himni er,
en eyjarnar þínar í ómælisfirð
ou ekkert, sem fagnar þér.
Kristinn Reyr.
Þess vegna langar mig ekki til aö heimsækja eyjarnar mínar
gömlu. Ég veit að þar er ekkert, sem fagnar mér. Enginn sem
bíður - og þó.
Breiðfirðingur 4