Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 53
Kristinn B. Gíslason
Straumar í Hvammsfjarðarmynni
Pegar landshlutar eyðast af byggð, er margt sem tapast. Eitt af
því eru örnefnin, nema þau hafi áður verið skráð, sem víða
mun vanta.
Svo er nú komið, jafnvel hér við Breiðafjörð, að heilir
hreppar eru komnir í eyði (Múlasveit) og stórir hlutar af
öðrum hreppum þar sem var blómleg byggð fyrir fimmtíu
árum, er ég þá einkum með í huga eyjabyggðirnar, en þær
skiptust milli fimm hreppa við fjörðinn, auk Eyjahrepps (Flat-
eyjarhrepps) og voru allstór hluti af sumum þeirra.
Einn af þessum hreppum er Skógastrandarhreppur.
Honum fylgdu á sínum tíma einar tíu byggðar eyjar þótt langt
sé síðan. En síðasta eyjan Brokey, fór úr byggð fyrir rúmum
þremur árum.
Eins og kunnugt er þá eru þessar eyjar allar í Hvammsfjarð-
armynninu. Segja má að umhverfi þeirra sé nokkuð sérstakt,
þar sem um þær leika flestar mjög harðir straumar. Sundin
milli þeirra bera því flest straumanöfn, sem mikill skaði væri
að gleymdust, en á því er vissulega nokkur hætta þegar núlif-
andi kynslóð fellur frá.
Þessi eyjaklasi, sem samanstendur af nokkrum hundruðum
eyja og hólma, lokar næstum því tveimur fjörðum, Hvamms-
firði og Álftafirði. Ef við byrjum yst, þá hefst hann við aust-
asta hluta Helgafellslands í Helgafellssveit - Grísanesi. Hann
liggur fyrst í austur inn undir Skógarströnd en beygir síðan í
norðaustur eða norður og endar við Arnarbælisnes í Dala-
sýslu.
í hverju sundi í þessum mikla eyjaklasa eru stríðir straumar