Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 60
Pétur Ólafsson
Ólafur prófastur Ólafsson
Hjarðarholti Dölum
Fæddur 13. ágúst 1860 í Hafnarfirði. Dáinn 13. mars 1935 í
Reykjavík. Foreldrar: Ólafur Jónsson kaupmaður í Hafnar-
firði og kona hans Metta Kristín Ólafsdóttir. Prestur í Lundi í
Borgarfirði 1885-1901 og í Hjarðarholti 1902-1920. Prófastur
í Dalaprófastsdæmi frá 1905. Fluttist til Reykjavíkur 1919 og
átti þar heima til æviloka. Hann hafði á hendi póstafgreiðslu í
Hjarðarholti 1902-1920. Pósturinn var fluttur á átta hestum
frá ísafirði, allir hvítir. Stofnaði unglingaskóla 1910 og veitti
honum forstöðu til 1917 eða í 7 ár. Átti lengi sæti í sýslu-
nefndum og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Ritaði margar
greinar í tímarit. Riddari af Fálkaorðu 1930. Kona Ingibjörg,
dáin 9. október 1927 75 ára. Pálsdóttir prests Matthiesens í
Hjarðarholti og síðar í Arnarbæli.
Petta er lífshlaup Ólafs prófast Ólafssonar Hjarðarholti,
Dalasýslu, sem er að mestu samkvæmt Guðfræðingatali, en
hér verða gerð að umtalsefni stofnun og starf hans við lýðskóla
í Hjarðarholti frá 1910-1917.
Þann 1. september 1885 kvæntist Ólafur Ólafsson Ingi-
björgu Pálsdóttur frá Hjarðarholti. Sama ár vígðist hann til
prests að Lundi í Borgarfirði og reisti þar bú sama ár. Á Lundi
bjuggu þau hjón í 17 ár.
Pau eignuðust sex börn. Elsta barnið þeirra, sem Guðlaug
hét, dó í æsku. Hin komust öll til fullorðinsára: Páll fram-
kvæmdastjóri Reykjavík kvæntur Huldu Stefánsdóttur frá
Auðkulu, Jón Foss læknir kvæntist Elísabet Kristjánsdóttur,
Kristín Iæknir á ísafirði gift Vilmundi Jónssyni síðar land-
lækni, Guðrún kona séra Björns Stefánssonar frá Auðkúlu í