Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 62
60
BREIÐFIRÐINGUR
Gluggarnir í svefnherbergjunum voru upp undir þaki og voru
hafðir opnir allan sólarhringinn. Það var aldrei úrfelli inn um
þá. Úr kennslustofunni lá stigi upp á efri hæðina. Þaðan var
eirmig inngangur úr íbúðarhúsinu. Á efri hæðinni voru 3 her-
bergi, stórt piltaherbergi, minna stúlknaherbergi og kennara-
herbergi.
Frú Ingibjörg kona Ólafs prófasts sá um allt af hreinustu
snilld, sem í hennar valdi stóð skólanum viðkomandi. Það var
alltaf úrvalsfæði, sérstök regla á öllu og prýðilegur frágangur
á öllu þjónustunni viðkomandi. Það var aldrei vöntun á neinu
til skólans. Skólahaldið var með mikilli reisn að öllu leyti. Eg
hefi lesið minningagrein um frú Ingibjörgu eftir Þórð Krist-
leifsson. Eg er honum þakklátur fyrir hana, því að sjónarmið
okkar um þessa ágætu konu koma svo vel saman. Mér finnst
að ég geti út frá þessari grein og kynningu minni af frú Ingi-
björgu, sagt um hana eins og stendur í eftirfarandi orðum:
Fórnfýsi hennar, tryggð, trúmennska og ábyrgðartilfinning
mátti lesa úr hverju hennar spori.
Kennarar
Ólafur prófastur kenndi sjálfur meira og minna alla veturna
við skólann og mun sjálfur t. d. oftast hafa séð um ensku-
kennsluna.
Fyrsta veturinn 1910-11 kenndu börn Ólafs, Jón og Kristín,
með föður sínum, en síðari hluta vetrar fóru þau til Reykja-
víkur til stúdentsprófs og kenndi Ólafur þá einn. Páll sonur
Ólafs kenndi söng við skólann 1910-1916 ásamt Ástu systur
sinni. Einnig mun Páll stundum hafa kennt reikning og Ásta
leiðbeint stúlkum í hannyrðum. Séra Björn Stefánsson
tengdasonur Ólafs kenndi við skólann 1911-1912. Hina vet-
urna voru kennarar með kennarapróf og voru þeir þessir:
1912- 1913 Guðmundur Eyjólfsson Geirdal
1913- 1915 Ólafur G. Sigurðsson, Dýrfirðingur
1915- 1916 Sæmundur Einarsson
1916- 1917 Guðmundur Guðmundsson