Breiðfirðingur - 01.04.1985, Side 63
BRETÐFIRÐINGUR
61
Námsefni og skólastarf
Námsgreinar þær sem kenndar voru í skólanum voru: móð-
urmál, íslands saga, landafræði, náttúrufræði, mannkynssaga,
reikningur, enska og danska. Kennslustundir hjá Ólafi próf-
asti voru liðnar áður en varði. Frá honum streymdi lífsorka og
flug. Hann hélt sig þó alltaf við námsefnið í kennslustundum.
Hann kenndi íslands sögu, reikning, ensku og dönsku. Hann
hafði ágætt lag á því t. d. í tungumálum að útskýra alveg prýði-
lega ýms tilfelli sem viðkomandi orð voru notuð í, ef
nemandann vantaði orð yfir það útlenda.
Það örvar lífsins andakraft að vera nemandi hjá slíkum
kennara sem Ólafur prófastur var, samhliða því að vera í
skemmtilegu skólafélagi.
Nemendur skemmtu sér á laugardagskvöldum. Það var
dansað og spilað á harmoníku. Stundum voru haldnir mál-
fundir, glímt og farið í leiki. Eg hygg að skólaveran í Hjarðar-
holti hafi wrið sannur sólargeisli allra þeirra nemanda sem þar
voru. Það var alltaf þessi leikandi létta glaðværð meðal skóla-
fólksins. Annars er alltaf líflegra þar sem bæði kynin eru.
Létt eru stigin lífsins spor,
lífið yndi og gaman.
Meðan æskan, ást og vor
eiga leiðir saman.
Á vorin voru haldin próf. Voru þau öll munnleg, nema í reikn-
ingi, þar var skriflegt próf. Komu nemendur upp í einu verk-
efni úr hverri námsgrein, sem þeir drógu um. Prófdómarar
voru tveir kosnir af sýslunefnd og störfuðu til skiptis: Sigurður
Sigurðsson læknir, séra Ásgeir Ásgeirsson í Hvammi, séra Jó-
hannes L. L. Jóhannsson á Kvennabrekku og fyrstu árin
Björn sýslumaður Bjarnarson. Það var tekið próf í öllu sem
nemendur lærðu nema söng og Múllersæfingum.
Á vorin að skóla loknum voru haldin búnaðarnámskeið.
Munu allflestir nemendur hafa sótt þau, en auk þess voru þau
líka opin fyrir fólki úr sveitinni til þátttöku, Á þessi námskeið