Breiðfirðingur - 01.04.1985, Page 64
62
BREIÐFIRÐINGUR
voru fengnir fyrirlesarar, eitt vorið t. d. Torfi í Ólafsdal. Stóðu
þessi námskeið í vikutíma.
Nemendur
Skólinn gat tekið 18-20 nemendur. Voru nemendur úr Dala-
sýslu látnir ganga fyrir. Það liggur ekki ljóst fyrir hversu
margir nemendur stunduðu nám við Hjarðarholtsskóla. Það
kom fyrir, að nemendur voru tvo vetur. Eg held að þeir hafi
verið kringum 120 sem stunduðu nám við Hjarðarholtsskóla.
Lok skólans og það sem við tók
Um skólahaldið segir Ólafur prófastur: „Þó að þetta skólahald
mitt væri ýmsum erfiðleikum bundið og þreytandi, ekki sízt
fyrir konuna mína, og aukin störf fyrir alla, hafði jeg þó af því
marga ánægjustund meðan það stóð, og ekki síður af því að
láta hugann hvarfla til þess síðan. Jeghef af fáu af því, sem jeg
hef ráðist í haft jafnmikla ánægju og af engu sjeð meiri árang-
ur.“
Vorið 1919 seldi Ólafur prófastur Birni Jónssyni úr Vest-
mannaeyjum Hjarðarholtið með 100 ám, allt fyrir 55.000
krónur. Björn mun svo hafa haldið skóla að Hjarðarholti
1920-1924, en varð að hætta vegna fjárskorts og sýslan gekk í
kaupin.
Fyrstu kynni mín afÓlafi prófasti
Þegar eg kom að Hjarðarholti í Laxárdal í Dalasýslu um vet-
urnætur haustið 1914 var kalt í veðri og fönn á jörð. Faðir
minn reiddi mig þangað. Þuríður Magnúsdóttir frá Staðarfelli
var föður mínum samferða. Eg minnist þess að þegar hún
kvaddi mig sagði hún: „Vertu nú sæll, Pétur litli, og gangi þér
nú vel í skólanum." Mér þótti vænt um að heyra þessi orð:
„Gangi þér vel í skólanum.“ En eg var ekki hrifinn af þessum
oröum: „Pétur litli.“ Mér fannst það vera óþarfi að segja að eg
væri lítill, en seinna fann eg smæð mína.
Daginn eftir kemur Ólafur prófastur með námsbækurnar til
okkar væntanlega skólafólksins. Hann afhenti okkur þær